Akureyringurinn Árni Valur Vilhjálmsson dvelur ósjaldan í húsi fjölskyldunnar í Kap Tobin við Scoresbysund. Þar hefur hann horft í augun á ísbjörnum, en sem betur fer í gegnum eldhúsgluggann.
Árni Valur dvaldi þarna “uppfrá” í haust og eins og svo oft áður myndaði hann nágrennið, Ittoqqortoormiit og hið rosalega Scoresbysund sem hægt og bítandi lagðist ís.
Já, sumrin eru ekki löng á 70° breiddargráðu en fegurðin er mögnuð, sama hvenær árs er.