Ekki missa af þessu

Skák í Ittoqqortoormiit

Frá árinu 2003 hefur Skákfélagið Hrókurinn haldið í u.þ.b. 20 ferðir til austurstrandar Grænlands í þeim tilgangi að kenna börnunum skák og halda veislu í mislangan tíma, þó yfirleitt í viku. Hrafni Jökulssyni datt það snjallræði í hug á sínum tíma að kynna skáklistina fyrir okkar góðu grönnum og þar sem félagslegar aðstæður barnanna eru ívið slakari á austurströndinni var ákveðið að stefna á að heimsækja öll þorpin þar og hefur það verið gert.

Tim Vollmer að hlaða inn myndum í tölvuna sína

Nú um páskana héldu fjórir leiðangursmenn til Ittoqqortoormiit við Scoresbysund og var það í fimmta sinn sem þetta magnaða þorp er heimsótt. Af þeim 85 börnum sem stunda skólann mættu um 60 hvern einasta dag í skólann sinn í páskafríinu enda mót eða fjöltefli hvern einasta dag. Í fyrstu ferð Hróksfólks árið 2007 voru gefin 30 skáksett til skólans og sama magn til barnanna svo framfarir eru miklar.

Þó sól og blíða hafi tekið á móti þeim Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur, Arnari Valgeirssyni, Hrund Þórsdóttur blaðamanni og Tim Vollmer ljósmyndara á þyrlupallinum við komuna brast á bilaður stormur daginn eftir. Veðrið var þó skaplegt mestan tímann í þá viku sem skáktrúboðarnir voru á staðnum. Ferðin var ógleymanleg því fyrir utan það hve skáklífið gekk vel og áhugi og gleði barnanna ósvikin, þá var sendiboðunum boðið í mat oftar en einu sinni þar sem moskuxi var á boðstólnum og ísbjarnarkjöt með kartöflum og karrýsósu rann ofan í liðið.

 


 

Þarna norðan 70° breiddargráðu geta veturnir verið býsna harðir og ísbirnir fjölmenntu á ísilagt Scoresbysundið og sást birna með hún alveg við bæjarhlaðið. Snjósleðaferð með Jaerus Napatoq og fimm af börnum hans af sjö yfir til Kap Tobin var mögnuð auk þess sem átján ára sonur hans, Karl, sem er veiðimaður, fór með gengið á hundasleða yfir í þetta yfirgefna þorp þar sem veiðimenn dvelja löngum stundum yfir vetrarmánuðina.

 Ef ekki væri fyrir hjálpsemi Karinu Bernlow hjá Nanu Travel (Nonnatravel) hefðu hlutirnir tæplega gengið svo vel upp en hún undirbjó komu sendiboðanna og hafði safnað vinningum fyrir börnin frá Tele Post á Grænlandi auk þess að véla út helling af skemmtilegu dóti frá fyrirtækjum í Danmörku sem komu með skipinu sl haust. Cintamani gallaði leiðangursmenn upp fyrir ferðina og Bónus gaf öllum börnunum í skólanum páskaegg. Actavis og Eymundsson gáfu helling af vinningum og Ís-spor gaf bikara og verðlaunapeninga á öll mót. Auk þess styrkti Sölufélag garðyrkjumanna hópinn með miklu magni grænmetis svo allt gekk algjörlega að óskum og Hrókurinn sendir bestu þakkir á þessa aðila.

Ferðir þessar undanfarin misseri hafa verið undirbúnar í góðu samstarfi við Kalak og er eitt af stærri verkefnum sem félagið kemur að árlega, það stærsta er klárlega koma “sundkrakkana” í septembermánuði ár hvert, þegar börn á ellefta ári frá öllum litlu þorpum austurstrandarinnar dvelja í Kópavogi í tvær vikur, stunda þar skóla og læra að synda.

Morgunblaðið var með grein um ferrðina í sunnudagsblaðinu helgina 28-29. mai, með veglegri syrpu myndanna hans Tims Vollmer. Auk þess var grænlenska ríkisútvarpið  með pistil á vef sínum:

http://knr.gl/da/news/skakmat-til-illoqqortoormiut

Einnig var Sermersooq kommúna með pistil:

http://www.sermersooq.gl/da/presse/nyheder/2011/maj/veloverstaaet_skakturnering_i_illoqqortoormiut.aspx

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...