Ekki missa af þessu

SLÁÐU Á ÞRÁÐINN — MEÐ KÆRRI KVEÐJU TIL KULUSUK

Nú er hægt að taka þátt í söfnun vegna bruna tónlistarhússins í Kulusuk með einu símtali:

Sími 901 5001 — 1000 krónur
Sími 901 5002 — 2000 krónur
Sími 901 5003 — 3000 krónur

Þá er tekið við framlögum á söfnunarreikningi Kalak, 0322-26-002082, kennitala 4303942239

Tekið er við hljóðfærum í Tónastöðinni, Skipholti 50d.

OPNAÐ FYRIR MIÐASÖLU Á STÓRTÓNLEIKANA KLUKKAN 10 Á FÖSTUDAGSMORGUN

Á laugardag klukkan 14 verða stórtónleikarnir ,,Með kærri kveðju til Kulusuk” í Eldborg í Hörpu. Aðgangur er ókeypis og er opnað fyrir miðapantanir á heimasíðu Hörpu, www.harpa.is klukkan 10 á föstudagsmorgun. Í Eldborg verður tekið við framlögum og hljóðfærum.

Eftirtaldir listamenn koma fram:

Agent Fresco, Bjartmar Guðlaugsson, Bubbi Morthens, Digraneskórinn, DJ Margeir, Ellen Kristjánsdóttir, Erpur Eyvindarson, Fóstbræður, Haffi Haff, Jakob Frímann Magnússon, Jón Ólafsson, KK, Morgan Kane, Pálmi Gunnarsson, Ojba Rasta, Sam Sam, Sísy Ey, Sykur, Unnsteinn í Retro Stefson, Unnur Eggertsdóttir og Þórunn Antonía. Heiðursgestir á tónleikunum eru grænlensku tónlistarmennirnir Anda Kuitse, Anton Sianiale og Efraim Ignatiessen sem koma hingað til lands frá Kulusuk.

Sýnum samstöðu og vinarhug — Áfram Kulusuk!

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...