Söfnun Kalak fyrir barnaheimili í Tasiilaq er í fullum gangi og verður rekinn endahnúturinn á verkið með glæsilegu uppboði, miðvikudaginn 17. júní kl. 14, á ljósmyndum Ómars Óskarssonar sem hann hefur tekið á ýmsum viðburðum undanfarin ár. Myndirnar eru stórar og fallegar og hafa verið sýningargripir. Myndirnar má sjá hér að neðan.
Með þessari söfnun mun okkur vonandi takast að gleðja börn á Grænlandi og aðstoða við að reisa eldhús í barnaheimilinu.
Uppboðið fer fram í Pakkhúsinu að Geirsgötu 11 í Reykjavík, miðvikudaginn 17. júní, kl. 14 en þau sem sjá sér ekki fært að mæta en vilja styðja málstaðinn geta lagt inn á söfnunarreikning Kalak:
Söfnunarreikningur KALAK
0322-13-100141
Kennitala
430394-2239

Mörg er þingmanns raunin og þó að nálastungur séu sárar er ekki annað í stöðunni en bíta á jaxlinn, eins og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði.

Steve Holland, einn þekktasti stjórnandi flugvélalíkana í heiminum, sem dvalist hefur hér á landi undanfarna daga, segir að veðrið á Íslandi sé með því versta sem hann hafi kynnst.
Myndatexti: Steve Holland sýndi mikla leikni þegar hann stýrði flugvélamódelum sínum á Hamranesvelli. Honum þótti talsvert snúið að eiga við íslenska veðrið.

Fyrirlestrar fræðimanna höfða misjafnlega til fólks. Sumir eru fullir eftirvæntingar en aðra sigrar svefninn að lokum.