Börnin byrja strax um 8-9 ára gömul að prófa áfengi, sýnir rannsókn sem sveitafélagið Sermersooq (sem nær frá Nuuk að austurströndinni) hefur látið gera undanfarin fjögur ár.
Meðal 11-13 ára barna eru það fleiri stúlkur en drengir sem drekka áfengi í Nuuk, en þetta kemur fram í grein sem Kommuneqarfik Sermersooqs birtir á heimasíðu sinni. Þar er vísað til niðurstöðu sem heilsu- og forvarnardeild sveitafélagsins hefur rannsakað með spurningalistum til barna og ungmenna undanfarin fjögur ár.
Áður fyrr voru það drengirnir sem byrjuðu að prófa áfengið fyrr, en á síðasta ári kom í ljós að stúlkurnar eru farnar prófa sig áfram fyrr, segir Linda Petrussen, ráðgjafi í heilsu- og forvarnardeild sveitafélagsins.
Linda bendir á í greininni að börn allt niður í 8 ára séu farin að drekka áfengi.
Ríflega helmingur barnanna í 9. og 10. bekk hefur prófað að drekka en það er í raun ekki hærra hlutfall en í öðrum norrænum löndum, segir Linda.
Deildin vinnur reglulega með forvarnir gegn áfengi og öðrum vímugjöfum frá 6. og upp í 10. bekk í skólum bæjarins og þegar ráðgjafinn heimsækir skólana fá börnin spurningalista sem þau fylla út og afhenda síðar, nafnlaust.
Heilsu- og forvarnardeildin hyggst rannsaka frekar hvað veldur því að stúlkurnar eru farnar að sækja í áfengi í svo miklum mæli, og svo ungar. Einnig hefur það komið i ljós að ungar stúlkur eru í auknum mæli farnar að brjóta lögin.
http://sermitsiaq.ag/indland/article140559.ece