Ekki missa af þessu

sundkrakkarnir að gera það gott

Allt hefur gengið eins og í sögu hjá sundkrökkunum austur-grænlensku sem dveljast nú í Kópavogi og stunda nám með íslenskum jafnöldrum ásamt því að synda tvisvar á dag. Á austurhluta Grænlands eru ekki sundlaugar þannig að þau eru í banastuði í upphituðum laugunum og læra tökin á mettíma.

Um helgina fóru þau í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í boði Íþrótta-og tómstundaráðs og fóru í stutta “útreiðatúra”. Þetta er upplifun sem aldrei gleymist enda hafa þau aldrei áður séð hesta. Þar á eftir fóru þau í skautahöllina i boði Kalak og dagurinn var ótrúlega vel heppnaður. Og það er ýmislegt sem krakkarnir sjá og gera í fyrsta sinn, m.a. bauð Sena þeim í bíó í Smáralindinni á sunnudaginn. Sáu þau Spy-kids í þrívídd og þótti ekki leiðinlegt.

 

Björn Ívar Karlsson frá Skákakademíu Reykjavíkur var með skákkennslu og -fjöltefli eitt kvöldið, í gærkvöldi fóru þau á diskótek í Digranesskóla og á fimmtudaginn er annað diskótek í Álfhólsskóla. Þá verða þau nýkomin úr rútuferð um Gullfoss og Geysi eins og allir almennilegir ferðalangar gera.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, býður hópnum í heimsókn í kvöld og er spenningur í bæði börnum og fylgdarfólki. Það er ekki dauður tími frá morgni til kvölds og hópurinn einstaklega prúður og það þarf ekki að segja þeim þegar það er kominn háttatími því klukkan níu á kvöldin bursta allir krakkarnir tennurnar og svo beint undir sæng.

Skólastjórinn í Kulusuk, Lars Peter Stirling, sem hefur haldið utan um hópana frá byrjun, er hæstánægður og fararstjórar hafa komið áður þannig að allt gengur lyginni líkast.

Það er griðarlega gefandi að hitta þennan kraftmikla hóp og það er nokkuð víst að þessi heimsókn á eftir að koma krökkunum til góða í framtíðinni.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...