Um helgina koma 29 börn á tólfta ári frá litlu þorpum austurstrandar Grænlands ásamt fimm fararstjórum. Munu þau dvelja í Kópavogi í tvær vikur, stunda skóla með íslenskum jafnöldrum og læra að synda. Þetta er í sjöunda skipti sem Kalak býður börnum á þessum aldri að koma og upplifa svo ótrúlega margt nýtt þó hugmyndin sé þó fyrst og fremst að þau verði sjálfbjarga í sundi.
Engar sundlaugar eru á austurströndinni og það er svo sannarlega þörf á því að börnin við ströndina kunni að synda. Þar fyrir utan fara þau í fyrsta sinn í: flugvél, bíó, húsdýragarðinn og sjá í fyrsta sinn kindur og hesta, svona til dæmis. Þá finnst þeim mest gaman að hanga í rúllustigunum í Smáralind og Kringlunni!
Forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ávallt boðið börnunum í heimsókn á Bessastaði og margt gott fólk komið að því að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta. Þetta verkefni er það langstærsta sem Kalak stendur fyrir á ári hverju.
Fyrir hópnum hefur frá upphafi farið Lars Peter Stirling, hinn öflugi skólastjóri í Kulusuk.
Ef þú vilt láta gott af þér leiða eða gera eitthvað skemmtilegt fyrir börnin þá endilega hafðu samband við Skúla Pálsson,
Meira um ævintýri barnanna á næstu dögum!