Ekki missa af þessu

Þjóðhátíðardagur Grænlendinga

Þjóðhátíðardagurinn er gjöf forfeðra okkar sem við sýnum virðingu, eru skilaboðin frá Narsaq

Stóri dagurinn hófst með fánaskrúðgöngu klukkan hálfátta í morgun.

Síðan var fáninn dreginn að húni klukkan átta undir kórsöng og varaborgarstjóri Kujalleq bæjarfélagsins, Kiista P. Isaksen, hélt ræðu. Þar talaði hún m.a. um að þjóðhátíðardagurinn væri arfur frá forfeðrunum sem sýnd skyldi fyllsta virðing auk þess sem að tími væri til að byggja brú milli menningararfleifðar forfeðranna og nútímans á þeim tímum sem hin stóra veröld sýnir aukinn áhuga á grænlensku samfélagi og ósnortri náttúru. Það væri afar mikilvægt að halda í grænlenska menningu og hefðir. Að lokum las Kiista upp ljóð eftir Isak Lund.

Eftir að fáninn var kominn að húni var boðið upp á morgunverð fyrir gesti og gangandi við samkomuhúsið.

Greinin er þýdd af vef Sermitsiaq, sem John Rasmussen skrifaði. Hann tók einnig myndirnar.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...