Þjóðhátíðardagurinn er gjöf forfeðra okkar sem við sýnum virðingu, eru skilaboðin frá Narsaq
Stóri dagurinn hófst með fánaskrúðgöngu klukkan hálfátta í morgun.
Síðan var fáninn dreginn að húni klukkan átta undir kórsöng og varaborgarstjóri Kujalleq bæjarfélagsins, Kiista P. Isaksen, hélt ræðu. Þar talaði hún m.a. um að þjóðhátíðardagurinn væri arfur frá forfeðrunum sem sýnd skyldi fyllsta virðing auk þess sem að tími væri til að byggja brú milli menningararfleifðar forfeðranna og nútímans á þeim tímum sem hin stóra veröld sýnir aukinn áhuga á grænlensku samfélagi og ósnortri náttúru. Það væri afar mikilvægt að halda í grænlenska menningu og hefðir. Að lokum las Kiista upp ljóð eftir Isak Lund.
Eftir að fáninn var kominn að húni var boðið upp á morgunverð fyrir gesti og gangandi við samkomuhúsið.