Ferðafélag Íslands efnir til myndakvölds í samkomusal félagsins, Mörkinni 6, miðvikudagskvöldið 23. mars klukkan 20:00. Að venju eru kaffiveitingar í hléi og aðgangseyrir er kr. 1000.
Myndasýningin er í umsjá Jóns Viðars Sigurðssonar, jarðfræðings og ritstjóra árbókar Ferðafélagsins. Jón Viðar hefur ferðast vítt og breitt um byggðir og óbyggðir Grænlands sl. 30 ár. Þekkir hann vel til landsins og hefur heimsótt staði sem fáum er kunnugt um. Meðal annars ræðir Jón Viðar um áhugaverð svæði til gönguferða, söguslóðir og náttúru. Jón hefur í fjölmörg skipti siglt til Grænlands sem fyrirlesari og leiðsögumaður á skemmtiferða- og leiðangursskipum.
Mikil skriða eða berghlaup féll á Morsárjökul árið 2007 og hefur Jón komið að rannsóknum og mælingum á hlaupinu. Mun hann koma inn á það og umhverfi jökulsins sem er stórfenglegt.