Ekki missa af þessu

Töfrar náttúru Grænlands og berghlaup i Morsárjökli

Ferðafélag Íslands efnir til myndakvölds í samkomusal félagsins, Mörkinni 6, miðvikudagskvöldið 23. mars klukkan 20:00. Að venju eru kaffiveitingar í hléi og aðgangseyrir er kr. 1000.

Myndasýningin er í umsjá Jóns Viðars Sigurðssonar, jarðfræðings og ritstjóra árbókar Ferðafélagsins. Jón Viðar hefur ferðast vítt og breitt um byggðir og óbyggðir Grænlands sl. 30 ár. Þekkir hann vel til landsins og hefur heimsótt staði sem fáum er kunnugt um. Meðal annars ræðir Jón Viðar um áhugaverð svæði til gönguferða, söguslóðir og náttúru. Jón hefur í fjölmörg skipti  siglt til Grænlands sem fyrirlesari og leiðsögumaður á skemmtiferða- og leiðangursskipum.

Mikil skriða eða berghlaup féll á Morsárjökul árið 2007 og hefur Jón komið að rannsóknum og mælingum á hlaupinu. Mun hann koma inn á það og umhverfi jökulsins sem er stórfenglegt.

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...