Ekki missa af þessu
alt

Tónleikar í flugskýlinu

altLokahnykkur laugardagsins um sl helgi þegar Vestnorræna hátíðin “nýjar slóðir” var haldin í Reykjavík voru stórtónleikar í flugskýlinu við Reykjavíkurflugvöll.

Tónleikarnir hófust klukkan 18 og var lokið rúmlega 21. Fjöldi áhorfenda var í skýlinu og lét fara vel um sig á sófum og stólum sem var raðað upp í skýlinu og auk þess voru áhorfendum gefnir bolir sem gerðir höfðu verið í tilefni hátíðarhaldanna.

Fyrst á stokk steig hin færeyska Guðríð Hansdóttir með gítarinn sinn og flutti nokkur lög. Fyrr um daginn hafði hún troðið upp í gámi sem færeyingafélagið hafði til umráða í  Hljómskálagarðinum við mikinn fögnuð.

Næstur á svið var færeyskur piltur sem spilaði raftónlist og gengur hann undir nafninu ORKA. Hann spilaði einnig nokkur lög sem sumum þótti full tilraunakennd en aðrir meðtóku með mikilli gleði. Misjafn er tónlistarsmekkur mannanna en hann var í góðum gír á sviðinu og lét vel í sér heyra.

alt

Þar á eftir brá íslenska gleðisveitin Prins Póló sér á sviðið og tók nokkur hressandi lög. Þau í Prins Póló eru miklir stuðboltar en væntanlega var meirihluti gestanna erlendis frá og skildu textana illa sem og það sem látið var flakka milli laga. Svona í fyrstu allavega, þangað til liðsmenn reyndu sig í skandínavískunni.

 

altSíðastir á svið voru piltarnir í grænlensku hljómsveitinni Nanooq sem er ein þekktasta hljómsveitin þaðan. Spiluðu þeir popprokk og var áhorfendaskarinn greinilega ánægður með frammistöðuna, ekki síst þeir fjölmörgu Grænlendingar sem voru á svæðinu. Nanooq hefur verið á ferðalagi um hin og þessi lönd og eru orðnir nokkuð þekktir.

altÞetta var hið skemmtilegasta kvöld og gaman að fá innlit í vestnorræna tónlist.

Hér má sjá þrjá meðlimi Nanooq stilla sér upp í skýlinu áður en þeir stigu á svið og einnig þegar þeir eru komnir í ham!

Myndirnar tók Arnar Valgeirsson

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...