Mikil gróska hefur verið í tónlistarlífi á Grænlandi, ekki bara undanfarin ár, heldur undanfarna áratugi.
Grænlendingar fylgjast vel með stefnum og straumum í tónlist og eiga marga góða tónlistarmenn. Og eins og þekkist víða í litlum samfélögum, eru menn iðulega með hæfileika á fleiru en einu sviði. Malik Kleist er einn af þessum mönnum, og hefur unnið jafnt að tónlist og kvikmyndagerð, ásamt með starfi hjá sjónvarpinu.
Malik verður á Gauknum, Tryggvagötu, laugardaginn 24. september með hljómsveitina MALIK og frumsamið efni af nýjustu plötunni þeirra. MALIK spila þétt og og gott rokk.
Þá verður kvikmyndin ” Þegar nóttin er dimmust” ( Unnuap Taarnerpaaffiani) í leikstjórn Malik Kleist sýnd í Bíó Paradís við Hverfisgötu, 25.september kl 22:00. Myndin fjallar um tvo æskuvini sem ákveða að eyða nótt í yfirgefnu húsi, sem álitið er að sé draugsetið og hefur myndin fengið mjög góða dóma allsstaðar.
Malik Kleist verður viðstaddur sýninguna, ásamt með aðalleikara myndarinnar, Qillannguaq Berthelsen, og munu þeir svara spurningum og taka þátt í umræðum eftir sýningu