UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS

Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í mars
síðastliðnum standa Halló Norðurlönd og EURES fyrir viðbótarfundi um að flytja
til Noregs. Fundirnir henta þeim sem hyggjast flytja vegna vinnu, náms eða
annarra erindagjörða og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt
atriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem fulltrúi frá
Ríkisskattstjóra kynnir skattamál.

Noregsfundurinn verður haldinn mánudaginn 8. apríl  kl. 17:30 og tekur rúmlega
tvo tíma.

Upplýsingafundurinn fer fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1.

Skráning er nauðsynleg á netfanginu hallo@norden.is og í síma 511 1808.

TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ

Í apríl og maí mun Norræna félagið bjóða upp á grunnnámskeið í sænsku og grunn-
og framhaldsnámskeið í norsku. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á orðaforða
og hagnýta kunnáttu.

Sænska:

Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Grunnnámskeið: fimmtudagar kl. 18:00-19:30, alls fimm skipti 11. og 18. apríl
2., 16. og 23. maí 2013.

Norska:

Kennari er Hermann Bjarnason.

Grunnámskeið: miðvikudagar kl. 17:30-19:00, alls fimm skipti 10., 17. og 24.
apríl og 8. og 15. maí 2013.

Framhaldsnámskeið: miðvikudagar kl. 19:30-21:00, alls fimm skipti 10., 17. og
24. apríl og 8. og 15. maí 2013.

Staðsetning: Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Skráning á námskeiðin fer fram í síma 551-0165 og á netfanginu
valdis@norden.is. Námskeiðin eru eingöngu ætluð félagsmönnum í Norræna félaginu
sem greiða 6.500 krónur í þátttökugjald. Auðvelt er að gerast félagi í Norræna
félaginu.

Félagsaðild í Norræna félaginu kostar 2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir 18-27
ára og 67 ára og eldri.

Greiða þarf þátttökugjald áður en námskeið hefst. Námskeiðið fellur niður ef
lágmarksþátttökufjöldi næst ekki.

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                         

Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is