Ekki missa af þessu

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti fjöldi manns og hlýddi á forseta lýðveldisins, forsætisráðherra og borgarstjóra tala og lýsa stuðningi við málstaðinn.
Maður dagsins var þó Hrafn Jökulsson sem flutti þrumuræðu og fyllti alla eldmóði fyrir málstaðnum. Hann kom víða við, hvort sem það voru forfeður og -mæður, samstarfsfélagar, prakkarastrik, Kalak, Hrókurinn, plast, fortíð, nútíð eða framtíð þá hreyf hann áheyrendur með sér.
Hrafn kynnti heiðursgest dagsins sem var Tómas J. Knútsson er fer fyrir Bláa hernum en þeir hafa nú tvinnað saman krafta sína til að standa að hreinsun strandlengju Íslands og er starfið þegar hafið norður á Ströndum. Tómas hefur starfað við slíkt um áratuga skeið og er því hvalreki sem samstarfsaðili.

Til að auka á gleðina lék Linda Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum í Trékyllisvík ásamt gesti á nikkuna meðan á hátíðinni stóð.

Hrókurinn kveður en málstaðurinn heldur áfram og mikilvægt að efla Kalak enn frekar. Söfnun fyrir Barnaheimilið í Tasiilaq fór formlega í gang og komu rausnarleg innlegg ásamt loforðum.

Nú er að taka höndum saman og standa vel að söfnuninni fyrir Barnaheimilið í Tasiilaq.

Fram til sigurs!

Söfnunarreikningur KALAK:
0322-13-100141

Kennitala:
430394-2239

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Laugardaginn 6. júní – Leggjum Kalak og Grænlandsvinum lið í söfnun fyrir barnaheimilið í Tasiilaq

Næstkomandi laugardag, 6. júní kl. 14, er boðað til fagnaðarfundar í Pakkhúsinu og er heitið ...