Ekki missa af þessu

Verslunarmiðstöð opnuð með stórveislu i Nuuk

 

Stórhátíð var í Nuuk þann 27. júlí sl þegar verslunarmiðstöð var opnuð. Sú eina á Grænlandi hingað til og var viðburðinum líkt við þjóðhátíðardaginn! Vilja forráðamenn verslunarmiðstöðvarinnar meina að verslun á Grænlandi muni hagnast af því að hafa svona tilboð þar sem fólk minnki í miklum mæli að versla í gegnum internetið en aðrir hafa efasemdir og segja að þessi kjarni muni gleypa minni verslanir í bænum.

Einhverjar verslanir í miðbænum lokuðu þar og fluttu sig um set í verslunarmiðstöðina sem sumum þykir vel heppnuð, nýtískuleg og flott. Öðrum finnst hún stinga í stúf við litagleðina i bænum og eru minna hrifnir. Þó er talið að allflestir íbúar Nuuk hafi mætt á opnunarhátiðina.

24 verslanir á 25 þúsund fermetra svæði eru í boði í miðstöðinni sem býður upp á mikið rými neðanjarðar þar sem skrifstofur og bílakjallari eru.

Myndirnar tók David Murphy.

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...