Ekki missa af þessu

Vestnorrænir dagar helgina 8. og 9. september

Vestnorrænir dagar verða haldnir í Reykjavík um næstu helgi. Boðið verður upp á fjölda atburða sem fara fram í gámum víðs vegar í miðborginni. Laugardaginn 8. september hefst hátíðin með því að kokkar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi kynna þjóðlega rétti við höfnina, viðburður verður svo í Norræna húsinu auk þess sem grænlenskir listamenn verða með uppákomur í Hljómskálagarðinum. Í Ráðhúsi Reykjavíkur verður skákhátíð þar sem færeyskur skákmeistari og Paulus Napatoq, blindur tvítugur piltur frá Ittoqqortoormiit eða Scoresbysundi munu tefla við gesti og gangandi og boðið verður upp á fjöltefli en stórmeistarinn Stefán Kristjánsson mun þar tefla við fjölda manns.

Um kvöldið verður Vestnorrænt partý í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll og fjörið heldur svo áfram á sunnudeginum.

Nánar verður fjallað um hátíðina á kalak.is á næstunni.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...