Ekki missa af þessu

Viltu eignast grænlenskan selskinspels?

Nú dregur að lokum landssöfnunarinnar okkar, en það er sitthvað skemmtilegt eftir: Heiðurskonan Sólveig Ásta Ásgeirsdóttir leggur til þennan gullfallega selskinspels, sem hún eignaðist í Kaupmannahöfn fyrir 25 árum. — Eggert feldskeri staðfesti upprunann strax, pelsinn væri úr grænlenskum útselsskinnum, saumaður þar af miklu listfengi og seldur í frægri feldskerabúð í Kaupmannahöfn; og er ennþá nánast einsog nýr!

,,Selskinn þykja svo sexí,“ segir feldskerinn og veit hvað hann syngur. Og þetta er sko flottur pels, það sá hann á augabragði.

Barnabarn og nafna höfðingskonunnar, crossfit-stjarnan Sólveig Sigurðardóttir brá sér í fyrirsætuhlutverkið hjá Garpi frænda, en það var svo Máni sem var með myndavélina þegar við Klara Stephensen, stórvinkona okkar, heimsóttum Eggert með pelsinn góða í farangrinum.

Þau sem vilja skoða gripinn geta litið við í búðinni hans Eggerts næstu daga — en ég tek glaðlega við tilboðum, hvort sem er í athugasemdum, einkaskilboðum eða tölvupóstfanginu hrafnjokuls@hotmail.com.

Hver einasta króna söluandvirðis rennur óskipt í landssöfnuna okkar og þar með til fórnarlambanna og flóttafólksins á Grænlandi.

Látið þetta nú berast til elskulegs fólks með auraráð, kæru vinir. Nú er hægt að slá tvær flugur í einu höggi: Eignast þetta drottningardjásn — eða konungsgersimi — styðja í leiðinni málstað vináttu og kærleika!

Koma svo! ?

Nánari upplýsingar glaðlega veittar

Talsmenn Vináttu í verki:

  • Íris Björk 845 1876
  • Karl Ottesen Faurschou: 783 1293

Hrafn Jökulsson, skipuleggjandi Vináttu í verki: 763 1797

Bjarni Gíslason framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar: 528 4402

 

Reikningsnúmer Vináttu í verki:

  • 0334-26-056200
  • Kennitala 450670-0499

Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Áfram Grænland — lifi vináttan!

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...