Ekki missa af þessu

KALAK

FÉLAGSLÖG

 

1. gr.

Félagið er vinafélag Íslands og Grænlands og heitir Grænlensk-Íslenska félagið Kalak. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. gr.

Markmið félagsins er að efla samskipti milli Íslands og Grænlands, einkum á sviði félags- og menningarmála. Markmiði sínu hyggst félagið ná með því meðal annars að kynna þjóðirnar og stuðla að samskiptum milli einstaklinga og byggðarlaga og ber í því sambandi að hafa einnig í huga ungt fólk og taka mið af þörfum þess og áhugamálum.

3. gr.

Félagar geta þeir einstaklingar orðið sem óska eftir aðild. Greiði félagi ekki gjöld sín til félagsins í tvö ár samfellt, glatar hann sjálfkrafa rétti sínum í félaginu og á að falla af félagsskrá.

4. gr.

Ársreikninga félagsins skal miða við almanaksárið. Aðalfund skal halda á fyrri hluta árs og í síðasta lagi hinn 30. Apríl ár hvert. Félagsgjald skal ákveða á aðalfundi.

5. gr.

Aðalfundur skal haldinn árlega og skal hann boðaður bréflega öllum félögum með a.m.k. viku fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Aðalfundur skal starfa samkvæmt eftirfarandi dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsins.
3. Kosning stjórnar, varastjórnar og endurskoðenda fyrir næsta starfsár.
4. Önnur mál

6. gr.

Stjórn félagsins skipa 5 aðalmenn og 3 varamenn, kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn en aðrir stjórnarmenn skipta með sér verkum. Kosnir skulu tveir endurskoðendur.

7. gr.

Formaður boðar til stjórnarfunda svo oft sem þurfa þykir. Stjórnarfundir eru lögmætir ef helmingur stjórnarmanna er mættur. Varamenn skal boða á stjórnarfundi, þar sem þeir skulu hafa málfrelsi og tillögurétt.

8. gr.

Stjórnin boðar til félagsfunda svo oft sem þörf gerist. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála á fundum félagsins nema um sé að ræða lagabreytingar á aðalfundi, en til þeirra þarf samþykki 2/3 hluta greiddra atkvæða.

Samþykkt á stofnfundi 4. Mars 1992