Ekki missa af þessu

Forsíða

Jólasveinn og gjafir til Kulusuk

Þrátt fyrir Covid faraldur og vetrarveður tókst að koma hinum árlegu jólagjöfum til barnanna í Kulusuk. Að þessu sinni var það ekki nema tæplega viku bið að koma sveinka til Grænlands og afhenda börnum gjafir og góðgæti. Loks þegar viðraði flaug glaðbeittur sveinninn með Icelandair og farangurinn fullur af jólagjöfum, húfum og jólasælgætispokum. Flogið var seinni part dagsins og þegar ...

Lesa »

Íslensk páskaeggjagleði á Grænlandi

  Að vanda tóku Grænlandsvinir höndum saman um að senda páskaegg til Grænlands. Hrafn Jökulsson virkjaði liðsmenn Kalak og Vináttu í verki, og með stuðningi Bónus og Brim voru send páskaegg til fimm bæja og þorpa. Icelandair, Air Greenland, Norlandair, Eimskip, Roayl Arctic Line og Ístak fluttu páskaeggin ókeypis til Ittoqqortoormiit, Kulusuk, Kuummiut, Nanortalik og Nuuk.  

Lesa »

Jólagjafir til Kulusuk

Árlega hefur Kalak farið með jólagjafir til barnanna í Kulusuk og var árið 2020 engin undantekning hvað það varðar. Eins og gefur að skilja gat jólasveinninn ekki farið með og því úr vöndu að ráða en að lokum tókst að koma pökkunum með vöruflutningum Eimskip í tæka tíð. Öll börn í Kulusuk fengu því pakka 22. desember og eru meðfylgjandi ...

Lesa »

Í fjarska norðursins

Nýlega kom út forvitnileg bók fyrir áhugafólk um norrænar slóðir. Bókin heitir Í fjarska norðursins, Ísland og Grænland, viðhorfasaga í þúsund ár. Efniviðurinn er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til okkar daga.  Í bókinni er leitað svara við því hvers vegna íbúum þessara landa hefur ýmist verið lýst sem verstu villimönnum eða fyrirmyndarfólki og af hverju Íslandi ...

Lesa »

Söfnun fyrir barnaheimili í Tasiilaq á Grænlandi – uppboð 17. júní

Söfnun Kalak fyrir barnaheimili í Tasiilaq er í fullum gangi og verður rekinn endahnúturinn á verkið með glæsilegu uppboði, miðvikudaginn 17. júní kl. 14, á ljósmyndum Ómars Óskarssonar sem hann hefur tekið á ýmsum viðburðum undanfarin ár. Myndirnar eru stórar og fallegar og hafa verið sýningargripir. Myndirnar má sjá hér að neðan. Með þessari söfnun mun okkur vonandi takast að ...

Lesa »

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti fjöldi manns og hlýddi á forseta lýðveldisins, forsætisráðherra og borgarstjóra tala og lýsa stuðningi við málstaðinn. Maður dagsins var þó Hrafn Jökulsson sem flutti þrumuræðu og fyllti alla eldmóði fyrir málstaðnum. Hann kom víða við, hvort sem það voru forfeður og -mæður, samstarfsfélagar, prakkarastrik, Kalak, ...

Lesa »

Laugardaginn 6. júní – Leggjum Kalak og Grænlandsvinum lið í söfnun fyrir barnaheimilið í Tasiilaq

Næstkomandi laugardag, 6. júní kl. 14, er boðað til fagnaðarfundar í Pakkhúsinu og er heitið á alla vini Kalak og Hróksins að fornu og nýju, sem eru í aðstöðu til, að leggja söfnun Kalak í þágu barna á Austur-Grænlandi lið, allir velkomnir. Á Austur-Grænlandi býr fólkið sem stendur Íslendingum næst — bókstaflega. Og Austur-Grænlendingar — sem eru minnihlutahópur með eigið ...

Lesa »

Gleðifréttir á skákmóti Hróksins og Kalak

Helgi Áss Grétarsson stórmeistari sigraði með glæsibrag á nýársmóti Hróksins og Kalak á laugardag. Helgi fékk fullt hús, 9 vinninga, næstur kom Róbert Lagerman með 7,5 og þriðji varð Gauti Páll Jónsson með 6,5. Þá var því fagnað að Hrókurinn og Kalak munu enn um sinn hafa bækistöðvar að Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, en útlit var fyrir að félögin yrðu ...

Lesa »