Forsíða

Vetrarhátíð Hróksins og Kalak á Austur-Grænlandi

Hrókurinn og Kalak standa fyrir Air Iceland Connect-Vetrarhátíð í Tasiilaq og Kulusuk á Grænlandi dagana 13.-20. nóvember. Tasiilaq sem er höfuðstaður Austur-Grænlands hefur verið mjög í fréttum á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og margvíslegra félagslegra vandamála. Markmiðið með vetrarhátíðinni er að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi, en jafnframt munu leiðangursmenn hitta bæjarbúa og ræða leiðir til ...

Lesa »

Gujo og Bendó heiðruð: Hafa gegnt lykilhlutverki í samskiptum Íslands og Grænlands í hálfa öld

Það urðu söguleg tímamót í næstum aldar gamalli sögu íslensku fálkaorðunnar nú í september. Þá sæmdi Guðni Th. Jóhannesson forseti þau Guðmund Thorsteinsson og Benedikte Abelsdóttur fálkaorðunni við hátíðlega athöfn í Nuuk, og eru þau fyrstu hjónin sem samtímis fá þetta æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir. Þau voru heiðruð fyrir áratuga óeigingjarnt starf í þágu aukinna samskipta og vináttu ...

Lesa »

Grænlensk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins

Grænlensk sögustund í Barnahelli – barnabókasafni Norræna hússins, 26. október og 23. nóvember Við lesum og leikum okkur á grænlensku. Hópurinn passar best fyrir börn á aldrinum 4-10 ára en öll börn sem skilja grænlensku eru velkomin. Þetta er ókeypis viðburður fyrir börn sem vilja hitta önnur grænlenskumælandi börn. Foreldrum er velkomið að taka þátt með börnunum eða kíkja í ...

Lesa »

Nýjustu tölur frá Grænlandi

Hrafn Jökulsson gluggaði í bæklinginn Greenland in Figures 2019 sem grænlenska hagstofan gefur út. Hér eru nokkrir molar, sumir pínulítið kryddaðir af HJ. Grænland varð dönsk nýlenda 1721 þegar klerkurinn Hans Egede kom til landsins á vegum Danakonungs að leita norrænna manna, sem ekkert hafði spurst til í þrjár aldir. Ætlun Egedes var að hressa uppá kristindóminn hjá norrænum Grænlendingum, ...

Lesa »

Sundkennsla 11 ára grænlenskra barna

Undanfarna viku hefur hópur 11 ára barna frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi dvalið á Íslandi ásamt kennurum og fylgdarliði. Þetta er fjórtánda árið í röð sem Kalak, vinafélag Grænlands og Íslands býður fimmtu bekkingum hingað til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Engar sundlaugar eru á Austur-Grænlandi en langflest fara börnin flugsynd frá Íslandi eftir tveggja vikna dvöl. Fæst ...

Lesa »

Þjóðhátíð Hróksins og Kalak 17. júní

Hrókurinn og Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, efna til fagnaðarfundar á þjóðhátíðardegi Íslendinga, mánudaginn 17. júní í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, milli 14 og 16. Efnt verður til Air Iceland Connect-skákmóts í tilefni af því að nýlokið er samnefndri hátíð í Nuuk, sem heppnaðist með miklum ágætum. Boðið verður upp á tónaveislu, myndasýningu frá Grænlandi og ljúffengar veitingar. Heiðursgestur dagsins ...

Lesa »

Vinátta í verki — umsóknir óskast!

Velferðarsjóðurinn VINÁTTA Í VERKI hefur verið stofnaður.  Sjóðurinn hefur til umráða söfnunarfé það sem skákfélagið Hrókurinn og Kalak vinafélag Íslands og Grænlands í samstarfi við Hjálparstarf Kirkjunnar söfnuðu til styrktar þeim sem þurftu að yfirgefa heimili sín í snatri eftir flóðbylgju í Uummaannaq firði á Grænlandi og geta ekki snúið aftur heim. Velferðarsjóðurinn auglýsir nú eftir verkefnum sem unnin eru með fjölskyldurnar ...

Lesa »

Þrettánda páskahátíð Hróksins í afskekktasta bæ Grænlands tileinkuð minningu hins unga Karls Napatoq

Liðsmenn Hróksins mættu til Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæjar Grænlands, þar sem í hönd fór þrettánda páskaskákhátíðin í röð. Þetta er jafnframt önnur ferð Hróksins til Grænlands á þessu ári en útbreiðsla skáklistar og vináttu hófst árið 2003 og eru ferðirnar alls orðnar um 80. Hátíðin nú var tileinkuð minningu Karls Napatoq, hins 25 ára veiðimanns og Hróksvinar, sem drukknaði í Scoresby-sundi ...

Lesa »