Forsíða

Söfnun fyrir barnaheimili í Tasiilaq á Grænlandi – uppboð 17. júní

Söfnun Kalak fyrir barnaheimili í Tasiilaq er í fullum gangi og verður rekinn endahnúturinn á verkið með glæsilegu uppboði, miðvikudaginn 17. júní kl. 14, á ljósmyndum Ómars Óskarssonar sem hann hefur tekið á ýmsum viðburðum undanfarin ár. Myndirnar eru stórar og fallegar og hafa verið sýningargripir. Myndirnar má sjá hér að neðan. Með þessari söfnun mun okkur vonandi takast að ...

Lesa »

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti fjöldi manns og hlýddi á forseta lýðveldisins, forsætisráðherra og borgarstjóra tala og lýsa stuðningi við málstaðinn. Maður dagsins var þó Hrafn Jökulsson sem flutti þrumuræðu og fyllti alla eldmóði fyrir málstaðnum. Hann kom víða við, hvort sem það voru forfeður og -mæður, samstarfsfélagar, prakkarastrik, Kalak, ...

Lesa »

Laugardaginn 6. júní – Leggjum Kalak og Grænlandsvinum lið í söfnun fyrir barnaheimilið í Tasiilaq

Næstkomandi laugardag, 6. júní kl. 14, er boðað til fagnaðarfundar í Pakkhúsinu og er heitið á alla vini Kalak og Hróksins að fornu og nýju, sem eru í aðstöðu til, að leggja söfnun Kalak í þágu barna á Austur-Grænlandi lið, allir velkomnir. Á Austur-Grænlandi býr fólkið sem stendur Íslendingum næst — bókstaflega. Og Austur-Grænlendingar — sem eru minnihlutahópur með eigið ...

Lesa »

Gleðifréttir á skákmóti Hróksins og Kalak

Helgi Áss Grétarsson stórmeistari sigraði með glæsibrag á nýársmóti Hróksins og Kalak á laugardag. Helgi fékk fullt hús, 9 vinninga, næstur kom Róbert Lagerman með 7,5 og þriðji varð Gauti Páll Jónsson með 6,5. Þá var því fagnað að Hrókurinn og Kalak munu enn um sinn hafa bækistöðvar að Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, en útlit var fyrir að félögin yrðu ...

Lesa »

Framtíð Hróksins og Kalak í óvissu: Halda fagnaðarfund og kveðjuhóf um helgina

Hrókurinn og Kalak efna til áramótafagnaðar og ,,kveðjuveislu” í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 4. janúar klukkan 14 til 16. Efnt verður til skákmóts, sagt frá metári Hróksins og Kalak á Grænlandi 2019 í máli og myndum, og boðið upp á ljúffengar vöfflur og aðrar veitingar. Allir eru hjartanlega velkomnir.   Þrátt fyrir að 2019 hafi verið viðburðaríkasta árið ...

Lesa »

Stekkjarstaur í Kulusuk: Færði öllum börnum í næsta nágrannaþorpi Íslands gjafir

Í dag, miðvikudaginn 18. desember, fór sjálfur Stekkjarstaur til Kulusuk, á vegum Kalak, Hróksins og Air Iceland Connect. Jólasveinn okkar fór að vanda klyfjaður gjöfum frá íslenskum velunnurum, jólanammi frá Góu og með spjaldtölvur frá Heiðbjörtu Ingvarsdóttur, Grænlandsfara Hróksins og stjórnarkonu í Kalak, til allra elstu nemendanna.   Stekkjarstaur var vel fagnað á flugvellinum í Kulusuk og flest börnin í ...

Lesa »

Vetrarhátíð Hróksins og Kalak á Austur-Grænlandi

Hrókurinn og Kalak standa fyrir Air Iceland Connect-Vetrarhátíð í Tasiilaq og Kulusuk á Grænlandi dagana 13.-20. nóvember. Tasiilaq sem er höfuðstaður Austur-Grænlands hefur verið mjög í fréttum á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og margvíslegra félagslegra vandamála. Markmiðið með vetrarhátíðinni er að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi, en jafnframt munu leiðangursmenn hitta bæjarbúa og ræða leiðir til ...

Lesa »

Gujo og Bendó heiðruð: Hafa gegnt lykilhlutverki í samskiptum Íslands og Grænlands í hálfa öld

Það urðu söguleg tímamót í næstum aldar gamalli sögu íslensku fálkaorðunnar nú í september. Þá sæmdi Guðni Th. Jóhannesson forseti þau Guðmund Thorsteinsson og Benedikte Abelsdóttur fálkaorðunni við hátíðlega athöfn í Nuuk, og eru þau fyrstu hjónin sem samtímis fá þetta æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir. Þau voru heiðruð fyrir áratuga óeigingjarnt starf í þágu aukinna samskipta og vináttu ...

Lesa »