Ekki missa af þessu

Author Archives: Hrafn Jökulsson

25 ára afmæli KALAK

KALAK fagnaði 25 ára afmæli 4. mars 2017 með veglegri veislu í Pakkhúsi Hróksins.

Lesa »

Fyrstu hvalfangarar heims

Nýjar rannsóknir gefa sterklega til kynna að fyrstu íbúar Grænlands, sem settust að við Disko-flóann fyrir um 5000 árum, hafi verið fyrstu hvalveiðimenn heims. Aðalbráðin var norðhvalur, sem einnig er nefndur Grænlandssléttbakur og Grænlandshvalur. Þetta eru mikil flykki, um 20 metra langir og kringum 100 tonn á þyngd. Sett er fram sú tilgáta að veiðimennirnir hafi sætt færis þegar hvalirnir ...

Lesa »

Paló frá Grænlandi

Árið 1955 gaf Bókaútgáfan Norðri út litla en dáfallega barnabók: Paló frá Grænlandi eftir danska rithöfundinn Knud Hermansen í þýðingu Arnar Snorrasonar, myndskreytt af Ernst Hansen. Þetta kver mun fyrst hafa komið út í Danmörku 1953. Í bókinni segir frá hinum sex ára gamla Paló og fjölskyldu hans. Textinn er afar einfaldur, enda bókin ætluð kornungum lesendum en myndirnar hafa ...

Lesa »

,,Hryllilegt hvernig fólkið er rifið upp með rótum”

Hinn 13. október var 1977 var Grænlandsvinafélagið stofnað með pompi og prakt í Norræna húsinu og var fyrsti formaður kjörinn Guðmundur Þorsteinsson, eða Gujo einsog hann er kallaður jafnt á Íslandi sem Grænlandi. Grænlandsvinafélagið var fyrirrennari KALAK og gegndi mikilvægu hlutverki við að byggja upp samskipti Íslands og Grænlands. Þar eiga Guðmundur og kona hans, Benedikte — sem jafnan er ...

Lesa »

Niviaq Korneliussen — ný stjarna í grænlenskum bókmenntum

Niviaq Korneliussen, 27 ára gömul skólastjóradóttir frá Nanortalik, er meðal áhugaverðustu rithöfunda af sinni kynslóð á Norðurlöndum. Fyrsta skáldsaga hennar, Homo Sapienne, vakti mikla athygli á Grænlandi og seldist í 2000 eintökum — sem er metsala á örlitlum bókamarkaði nágranna okkar. Bókin hefur líka selst vel í Danmörku og var tilnefnd til bæði bókmenntaverðlauna danska stórblaðsins Politiken og Norðurlandaráðs. Niviaq ...

Lesa »

Stórbrotin málverk frá Grænlandi

Danski listmálarinn Jens Erik Carl Rasmussen (1841-1893) skapaði sér talsverða frægð á 19. öld fyrir hrífandi málverk frá Grænlandi. Hann kom fyrst til Grænlands 1870-71 og var næstu árin að vinna úr þeirri reynslu. Hann sótti innblástur í mannlíf og menningu Inuíta og náttúru Grænlands, en dró líka upp myndir af Eiríki rauða og félögum. Annars má segja að sjór ...

Lesa »

Mikilvægi Grænlands

Eftir Össur Skarphéðinsson Greinin birtist í DV 28. mars 1998 í tilefni af útgáfu hinnar merku bókar Helga Guðmundssonar, Um haf innan. Á Grænlandi urðu til tvær íslenskar nýlendur í kjölfar þess að róstuseggurinn Eiríkur rauði Þorvaldsson og ættbogi hans gerði Brattahlíð að höfuðbóli sínu fyrir árið 1000. Báðar voru staðsettar á austurströnd Grænlands. Hin syðri hét Vestribyggð en um ...

Lesa »

Litadýrðin allsráðandi

Hér má lesa um hina litskrúðugu grænlensku búninga. Margir hafa sótt innblástur í fjörleg mynstur og litadýrð grænlenskra handverkskvenna, eins og margar íslenskar lopapeysur eru til marks um.

Lesa »