Með því að gerast félagi í KALAK hjálpar þú okkur að bjóða grænlenskum börnum til Íslands að læra sund og upplifa margskonar ævintýri.
Þú verður í skemmtilegum félagsskap sem vill að grannþjóðirnar í norðri eigi sem mest samskipti á öllum sviðum.
Við höldum reglulegu fræðslufundi, myndasýningar og skemmtikvöld fyrir Grænlandsvini og aðra sem eru áhugasamir um okkar góðu nágranna.
Árgjald í KALAK er 5.000 krónur, sem hægt er að skipta í tvær greiðslur, en einnig geta velunnarar greitt mánaðarlega upphæð að eigin vali. Þá er hægt að leggja til frjáls framlög á söfnunarreikning KALAK 0322-26-2082 kennitala: 430394-2239 og styðja þannig við starf okkar í þágu grænlenskra barna.
Ég vil ganga í Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands