Aðalfundur KALAK, vinafélags Íslands og Grænlands, verður haldinn sunnudaginn 14. maí kl. 14 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru allir gamlir og nýir vinir Grænlands velkomnir.
KALAK fagnaði nú í vor 25 ára afmæli, en það var stofnað 4. mars 1992. Stærsta verkefni félagsins árlega er að bjóða 11 ára börnum frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi til Íslands að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Þá skipuleggja KALAK og Hrókurinn saman hátíðir á Grænlandi, þar sem gleði og vinátta eru leiðarljósin. Nú eftir áramótin hefur KALAK staðið fyrir ýmsum viðburðum og mannfundum í Pakkhúsi Hróksins við mjög góðar undirtektir.