Ekki missa af þessu

Aðalfundur KALAK sunnudaginn 14. maí í Pakkhúsi Hróksins

Aðalfundur KALAK, vinafélags Íslands og Grænlands, verður haldinn sunnudaginn 14. maí kl. 14 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru allir gamlir og nýir vinir Grænlands velkomnir.

KALAK fagnaði nú í vor 25 ára afmæli, en það var stofnað 4. mars 1992. Stærsta verkefni félagsins árlega er að bjóða 11 ára börnum frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi til Íslands að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Þá skipuleggja KALAK og Hrókurinn saman hátíðir á Grænlandi, þar sem gleði og vinátta eru leiðarljósin. Nú eftir áramótin hefur KALAK staðið fyrir ýmsum viðburðum og mannfundum í Pakkhúsi Hróksins við mjög góðar undirtektir.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...