Ekki missa af þessu
Börnin kíktu í heimsókn á Alþingi og sungu fyrir þingheim.

Árleg sundkennsla grænlenskra barna

Dagana 6.-20. september dvelja á höfuðborgarsvæðinu átján 11 ára börn frá afskekktum þorpum á austurströnd Grænlands og eru þau komin til að læra að synda og upplifa íslenskt samfélag.

Þetta er þrettánda árið sem KALAK og Hrókurinn standa að boði þessu með stuðningi Kópavogsbæjar, Menntmálaráðuneytis, FÍ og fjölmargra einstaklinga, félaga og fyrirtækja.

Tvisvar á dag fara þau í sund en jafnframt kynnast þau jafnöldrum sínum í skólum í Kópavogi þar sem þau sækja tíma. Að loknu sundnámi hvers dags er síðan hlaðin dagskrá þar sem þau fara í ferðir og kynnast ýmsu: bíó, leikhús, hestaferð, tívolí, Húsdýragarðurinn, Gullni hringurinn, Klifurhúsið, Rauði krossinn, Skautahöllin, heimsókn á Alþingi, fara á Bessastaði til forseta Íslands og margt fleira.

Þetta er því mikil og skemmtileg lífsreynsla en jafnframt lærdómsrík og vonandi gott fararnesti í framtíðina. Gleðin er því mikil hjá þessum ungu afkomendum okkar næstu nágranna.

Fyrsti hópurinn kom frá Scoresbysund í gegnum Akureyri.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Laugardaginn 6. júní – Leggjum Kalak og Grænlandsvinum lið í söfnun fyrir barnaheimilið í Tasiilaq

Næstkomandi laugardag, 6. júní kl. 14, er boðað til fagnaðarfundar í Pakkhúsinu og er heitið ...