Ekki missa af þessu

Fagnaðarfundur með grænlenskum vinum

Hrókurinn og Kalak bjóða til fagnaðarfundum með vinum frá Grænlandi, laugardaginn 16. mars kl. 14, í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Boðið verður upp á tónlist, veitingar og fræðslu um Grænland.

Steffen Lynge er skákmeistari, tónlistarmaður og lögreglumaður, sem starfað hefur víða á Grænlandi. Hann tók þátt í fyrsta alþjóðlega móti Hróksins í Qaqortoq 2003, og hefur síðan verið burðarás í starfi Hróksins þar í landi. Steffen sigraði á meistaramóti Nuuk í fyrra, og hlaut Íslandsferð í verðlaun frá Air Iceland Connect. Hann er líka kunnur tónlistarmaður og lagahöfundur.

Dines Mikaelsen frá Tasiilaq er hér á ferð ásamt Færeyingnum Birgi Hansen, og tveimur unglingspiltum frá Tasiilaq, Samuel Mikaelsen og Mikael Bajare. Dines er allt í senn veiðimaður, listamaður og rithöfundur og hefur lagt sérstaka rækt við að varðaveita menningu Austur-Grænlendinga.

Við sama tækifæri verður haldin sýning á teikningum barnanna í Kulusuk, en þar voru Hróksliðar á ferð fyrstu vikuna í mars.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...