Nýjar rannsóknir gefa sterklega til kynna að fyrstu íbúar Grænlands, sem settust að við Disko-flóann fyrir um 5000 árum, hafi verið fyrstu hvalveiðimenn heims. Aðalbráðin var norðhvalur, sem einnig er nefndur Grænlandssléttbakur og Grænlandshvalur. Þetta eru mikil flykki, um 20 metra langir og kringum 100 tonn á þyngd. Sett er fram sú tilgáta að veiðimennirnir hafi sætt færis þegar hvalirnir ...
Lesa »Vefur vikunnar
Niviaq Korneliussen — ný stjarna í grænlenskum bókmenntum
Niviaq Korneliussen, 27 ára gömul skólastjóradóttir frá Nanortalik, er meðal áhugaverðustu rithöfunda af sinni kynslóð á Norðurlöndum. Fyrsta skáldsaga hennar, Homo Sapienne, vakti mikla athygli á Grænlandi og seldist í 2000 eintökum — sem er metsala á örlitlum bókamarkaði nágranna okkar. Bókin hefur líka selst vel í Danmörku og var tilnefnd til bæði bókmenntaverðlauna danska stórblaðsins Politiken og Norðurlandaráðs. Niviaq ...
Lesa »Litadýrðin allsráðandi
Hér má lesa um hina litskrúðugu grænlensku búninga. Margir hafa sótt innblástur í fjörleg mynstur og litadýrð grænlenskra handverkskvenna, eins og margar íslenskar lopapeysur eru til marks um.
Lesa »Gleymdi bærinn á Grænlandi
Skáldkonan Nancy Campbell upplifði ævintýri þegar hún fór til Upernavik, sem er 1200 manna bær, norðarlega á vesturströnd Grænlands. Upernavik er stundum kallaður ,,gleymdi bærinn á Grænlandi” því afar fáir leggja leið sína þangað. Heillandi frásögn og myndir.
Lesa »