Ekki missa af þessu

Fyrstu hvalfangarar heims

Nýjar rannsóknir gefa sterklega til kynna að fyrstu íbúar Grænlands, sem settust að við Disko-flóann fyrir um 5000 árum, hafi verið fyrstu hvalveiðimenn heims. Aðalbráðin var norðhvalur, sem einnig er nefndur Grænlandssléttbakur og Grænlandshvalur. Þetta eru mikil flykki, um 20 metra langir og kringum 100 tonn á þyngd. Sett er fram sú tilgáta að veiðimennirnir hafi sætt færis þegar hvalirnir fengu sér lúr rétt undir yfirborðinu og skutlað þá í hjartastað. En fleira var á matseðli fyrstu íbúa Grænlands, m.a. hreindýr, náhvalir og rostungar.

http://sciencenordic.com/inuit-hunted-whales-4000-years-ago

Umræður

ummæli

Um Hrafn Jökulsson