Ekki missa af þessu

Grænland á milli steins og sleggju

Stofan

Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum flytur fyrirlestur um sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga á vegum Kalak, Vináttufélags Íslands og Grænlands í Stofunni, Vesturgötu 3, fimmtudaginn 26. október kl. 20.

Árni stundaði rannsóknir á hugsanlegu sjálfstæði Grænlands í alþjóðlegu ljósi í fjóra mánuði í sumar og hefur tekið saman skýrslu fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Erindi sitt um Grænland nefnir Árni: ,,Á milli steins og sleggju.”

Hann hefur tvívegis dvalist á Grænlandi að undanförnu, og talaði við ýmsa af helstu forkólfum Grænlendinga, og grænlenska og danska sérfræðinga við undirbúning rannsóknar sinnar. Miklir umrótatímar eru nú í grænlensku samfélagi, margir vilja stefna að fullu sjálfstæði sem fyrst, aðrir vilja fara hægar í sakirnar. Það er því afar áhugavert fyrir Grænlandsvini að heyra niðurstöður Árna. Að loknu erindi hans verða umræður og fyrirspurnir.

Árni Snævarr, er sagnfræðingur að mennt, var fréttamaður hjá RÚV og Stöð 2 um árabil en hefur undanfarin 12 ár verið upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum, búsettur í Brussel.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Laugardaginn 6. júní – Leggjum Kalak og Grænlandsvinum lið í söfnun fyrir barnaheimilið í Tasiilaq

Næstkomandi laugardag, 6. júní kl. 14, er boðað til fagnaðarfundar í Pakkhúsinu og er heitið ...