Ekki missa af þessu
Ane Lone Bagger utanríkisráðherra Grænlands, frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands, Jacob Isbosethsen fyrsti sendiherra Grænlands á Íslandi og Hrafn Jökulsson við opnun sendiskrifstofunnar.

Grænlandsmót í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn

Hinn nýskipaði sendimaður Grænlands á Íslandi, Jacob Isbosethsen, verður heiðursgestur Hróksins og Kalak, nk. laugardag 2. febrúar, kl. 13, í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Hann mun kynna sér starfsemi félaganna og leika fyrsta leikinn á Grænlandsskákmóti sem slegið er upp af þessu tilefni.

Félagar í Kalak, Hróknum og aðrir Grænlandsvinir eru hvattir til að mæta tímanlega og taka með sér gesti.

Grænlandsmótið  hefst klukkan stundvíslega klukkan 13:30 og verða tefldar 8 umferðir. Tefldar verða hraðskákir og þar sem hámark keppenda er 18 eru áhugasamir hvattir til að skrá sig sem  allra fyrst hjá hrafnjokuls@hotmail.com eða chesslion@hotmail.com.

Við sama tækifæri verða kynnt verkefni Hróksins og Kalak á árinu, sem eru fjölmörg. Fyrsti leiðangurinn heldur til Kulusuk í lok febrúar, og síðan rekur hver hátíðin aðra, vítt og breitt um hið stóra nágrannaland okkar, sem er tuttugu sinnum stærra en Ísland. Í haust er svo von á fjórtánda hópi grænlenskra barna frá austurströndinni, sem hingað eru boðin til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi.

Opnun sendiskrifstofu Grænlands á Íslandi markar mikil tímamót í samskiptum nágranna- og vinaþjóðanna í norðri.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...