Ekki missa af þessu

Húsfyllir á súpufundi KALAK með Ingu Dóru

Inga Dóra Markussen ræddi málefni Grænlands

Húsfyllir var á súpufundi KALAK í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn, þar sem Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins ræddi málefni Grænlands. Erindi Ingu Dóru var afar fróðlegt og vakti margar og áhugaverðar spurningar hjá gestum. Fundurinn markar upphaf að hátíðarhöldum vegna 25 ára afmælis KALAK, sem stofnað var 4. mars 1992.

Áður en fundur hófst var boðið upp á ljúffenga kjötsúpu sem Jón Grétar Magnússon töfraði fram, ásamt ilmandi brauði úr Bakarameistaranum, sem jafnframt lagði til gómsætar kökur með kaffinu.

Hrafn Jökulsson bauð gesti velkomna og sagði lítillega frá starfi KALAK og Hróksins á Grænlandi áður en hann kynnti Ingu Dóru til leiks. Inga Dora er sannkölluð dóttir Grænlands: Móðir hennar er Benedikte Abelsdóttir fv. ráðherra á Grænlandi og heiðursfélagi í KALAK, og Guðmundur Þorsteinsson forstöðumaður athvarfs fyrir heimilislausa og einstæðinga í Nuuk. Inga Dora var borgarfulltrúi og ritstjóri í Nuuk, en tók við starfi framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins fyrir tveimur árum.

Inga Dóra byrjaði á því að sýna nýleg myndband sem gert var á vegum stjórnvalda í Nuuk, þar sem dregin er upp spennandi mynd af Grænlandi sem landi tækifæranna. Síðan rakti hún sögu lands og þjóðar, stöðuna nú og þær áskoranir og vandamál sem við er að glíma.

Erindi hennar var stórfróðlegt á köflum stórskemmtilegt, og vakti líflegar umræður fundargesta. Meðal þeirra sem vörpuðu fram spurningum eða lögðu orð í belg voru Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, Kristín S. Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, Sveinn Rúnar Hauksson læknir Bogi Ágústsson fréttamaður og formaður Norræna félagsins.

Myndaalbúm: Húsfyllir á súpufundi

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK — Vinafélag Íslands og Grænlands
 

Pósthólf 8164
128 Reykjavík
Netfang: kalak@kalak.is

 
Upplýsingar um starf KALAK:
Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797

 
Viltu styðja starf KALAK?
Bankareikningur: 0322-26-2082
Kennitala: 430394-2239

x

Við mælum með

Vinátta í verki komin yfir 35 milljónir: Kærleikskeðja sveitarfélaga um allt land

Yfir 35 milljónir króna hafa nú safnast í landssöfnuninni Vinátta í verki, í þágu fórnarlamba ...