Inga Dora Markussen framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins er gestur á spjallfundi KALAK, vinafélags Íslands og Grænlands, laugardaginn 4. febrúar kl. 13 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Við sama tækifæri verður ný og stórlega endurbætt heimasíða KALAK vígð. Nú í mars eru liðin 25 ár frá stofnun KALAK og af því tilefni verður efnt til margvíslegra viðburða á næstu vikum og mánuðum.
Yfirskriftin á erindi Ingu Doru er ,,Grænland — kynnumst nágrannanum í vestri“. Inga Dora gjörþekkir til í báðum löndum, og talar bæði íslensku og grænlensku reiprennandi. Hún er dóttir Benedikte Abelsdóttur, fv. ráðherra á Grænlandi og formanns KALAK um árabil, og Guðmundar Þorsteinssonar, forstöðumanns athvarfs fyrir heimilislausa og einstæðinga í Nuuk.
Inga Dora er fv. ritstjóri Atuagagdliutit/Grænlandsposten og kvennatímaritsins Arnanut. Þá var hún skeið borgarfulltrúi í Nuuk og hefur unnið í ferðaþjónustu á Grænlandi.
Erindi Ingu Doru hefst klukkan 13 en húsið opnar kl. 12:15 og verður boðið upp á rjúkandi kjötsúpu. Miðaverð á spjallfundinn er 1000 krónur og er kjötsúpa og kaffi innifalið. Gestir eru hvattir til að melda sig sem fyrst á Facebook.