Ekki missa af þessu
Pakkhúsið

Inga Dora talar um Grænland á fundi KALAK í Pakkhúsi Hróksins á laugardaginn

Inga Dora. Dóttir Grænlands og Íslands.

Inga Dora Markussen framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins er gestur á spjallfundi KALAK, vinafélags Íslands og Grænlands, laugardaginn 4. febrúar kl. 13 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11 við Reykjavíkurhöfn. Við sama tækifæri verður ný og stórlega endurbætt heimasíða KALAK vígð. Nú í mars eru liðin 25 ár frá stofnun KALAK og af því tilefni verður efnt til margvíslegra viðburða á næstu vikum og mánuðum.

Yfirskriftin á erindi Ingu Doru er ,,Grænland — kynnumst nágrannanum í vestri“. Inga Dora gjörþekkir til í báðum löndum, og talar bæði íslensku og grænlensku reiprennandi. Hún er dóttir Benedikte Abelsdóttur, fv. ráðherra á Grænlandi og formanns KALAK um árabil, og Guðmundar Þorsteinssonar, forstöðumanns athvarfs fyrir heimilislausa og einstæðinga í Nuuk.

KALAK – Vinafélag Íslands og Grænlands fagnar 25 ára afmæli með ýmsum viðburðum.

Inga Dora er fv. ritstjóri Atuagagdliutit/Grænlandsposten og kvennatímaritsins Arnanut. Þá var hún skeið borgarfulltrúi í Nuuk og hefur unnið í ferðaþjónustu á Grænlandi.

Erindi Ingu Doru hefst klukkan 13 en húsið opnar kl. 12:15 og verður boðið upp á rjúkandi kjötsúpu. Miðaverð á spjallfundinn er 1000 krónur og er kjötsúpa og kaffi innifalið. Gestir eru hvattir til að melda sig sem fyrst á Facebook.

 

 

 

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...