Ekki missa af þessu
Litla þorpið Nuugaatsiaq varð fyrir flóðbylgju aðfararnótt sunnudags. Íbúar eru innan við hundrað. Fjögurra er enn saknað og níu liggja slasaðir. Ellefu hús eyðilögðust, m.a. rafstöðin, búðin og skólinn.

Landssöfnun vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi: Vinátta í verki

Hjálparstarf kirkjunnar, í samvinnu við KALAK, Hrókinn og fleiri Grænlandsvini, hefur hrundið af stað landssöfnunni ,,Vinátta í verki” vegna náttúruhamfaranna á Grænlandi.

Flóðbylgja olli gríðarlegu tjóni í þorpinu Nuugaatsiaq aðfararnótt sunnudags og er fjögurra íbúa enn saknað. Fleiri þorp á svæðinu hafa verið rýmd enda alls ekki víst að hamförunum á Vestur-Grænlandi sé lokið.

Grænlendingar eru næstu nágrannar Íslendinga og milli þjóðanna eru sterk og traust vinarbönd. Þegar snjóflóðið mikla féll á Flateyri 1995 var efnt til landssöfnunar á Grænlandi og safnað hárri upphæð.

Margir eiga nú um sárt að binda á Grænlandi og mikilsvert að þeir finni að Íslendingar eru þeim vinir í raun. Söfnunarfé rennur óskert til neyðarhjálpar og uppbyggingar í samvinnu við sveitarfélagið og hjálparsamtök á svæðinu.

Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.

Nánari upplýsingar:

  • Hrafn Jökulsson 763 1797

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...