Ekki missa af þessu

Staðreyndir um Grænland

Íbúar Grænlands eru upprunalega frá Mið-Asíu. Landið tilheyrir heimsálfunni Norður-Ameríku, en frá hreinum landfræðipólitískum sjónarhóli er það hluti af Evrópu.

Grænland er sjálfstjórnarsvæði og stærsta eyja heims. Næstum 80% af flatarmálinu er þakið íshettu og fjölda jökla. Engu að síðu er íslausa landsvæðið næstum jafn stórt og öll Svíþjóð, en aðeins mjög lítill hluti þess er ræktanlegt land.

Á Grænlandi búa tæplega 56 þúsund manns og um 17 þúsund þeirra búa í höfuðstaðnum Nuuk.

Grænland er hluti af konungsríkinu Danmörku, en hefur víðtæka sjálfstjórn sem síðast var aukin árið 2009. Sjálfstjórnin nær ekki til ríkismála, meðal annars utanríkis- og öryggismála og peningastefnu.

Grænland á ekki aðild að ESB en hefur gert sérstakan fiskveiðisamning og hefur verið tekið í hóp svonefndra landa og yfirráðasvæða handan hafsins sem tengjast ESB með sérstökum hætti.

Sel- og hvalveiðar, fiskveiðar og skotveiðar eru megintekjulindir Grænlendinga. Tekjur af ferðamennsku fara einnig vaxandi og jafnframt er stunduð námuvinnsla.

 

Heildarflatarmál: 2.166.086 km2

Snæhetta og jöklar: 1.755.637 km2

Íslaus svæði: 410.449 km2

Hæsti tindur: Gunnbjørns Fjeld 3.693 m

Strandlengja: 44.087 km

Landamæri: 0 km

Skóglendi: 1 km2

Meðalhitastig í Nuuk: (1961-1990)

  • Janúar -7,4° C
  • Júlí 6,5° C

Meðalúrkoma: (2006)

  • Aasiaat 352 mm
  • Tasiilaq 742 mm

Mannfjöldi 2016: 55,847 íbúar

Íbúafjöldi í höfuðstaðnum Nuuk  árið 2016: 17,316 íbúar

Þjóðhátíðardagur: 21. júní (lengsti dagur ársins)

Stjórnarfar: Heimastjórn – hluti af konungsríkinu Danmörku

Þing: Inatsisartut — Landsþingið (31 fulltrúar)

Aðild að Evrópusambandinu: Frá 1. janúar 1973 til 1. febrúar 1985

Aðild að Atlantshafsbandalaginu: Frá 1949 (vegna aðildar Danmerkur)

Þjóðhöfðingi: Margrét Þórhildur II Danadrottning

Forsætisráðherra: Kim Kiel­sen

Gjaldmiðill: Danskar krónur (DKK)

Opinber vefur: http://dk.nanoq.gl/

Opinbert tungumál: Grænlenska

Umræður

ummæli

Um Hrafn Jökulsson

x

Við mælum með

Ævintýraferð grænlenskra barna til Íslands

EFTIR HRAFN JÖKULSSON MYNDIR: VERA PÁLSDÓTTIR Miðvikudaginn 29. ágúst 2016 kl. 17:52 lenti vél Flugfélags ...