Ekki missa af þessu

Stórfróðlegt erindi Árna Snævarr um stöðu og framtíð Grænlands

Árni Snævarr sem var gestur Kalak á Stofunni í fyrrakvöld hafði nú ekki haft mikinn áhuga á Grænlandi og skildi á sínum yngri árum ekkert í því að fólk eins og RAX væru að fara þangað. Honum þótti það heldur hallærislegt að vera að fara þangað. Árni sem nú starfar fyrir Sameinuðu Þjóðirnar í Brussel byggði erindi sitt á rannsókn sem hann vann í fjögurra mánaða leyfi sínu en í rannsókninni fjallar hann um sjálfstæðishugmyndir Grænlendinga og loftslagsbreytingar.

Erindi Árna hófst á heimsókn Hans Egede og náði allt til dagsins í dag. Árni staldraði við samband Grænlendinga og Dana þar sem margt einkar furðulegt kom fram. Sérstaklega vakti það furðu fundargesta það sem Árni sagði að Danir hafi ekki litið á sig sem nýlenduherra á Grænlandi heldur fremur sem verndara. Hann sagði það því hafa komið Dönum á óvart þegar Sameinuðu þjóðirnar, nýstofnaðar, kölluðu Danirinn á teppið og vildu vildu fá hugleiðingar Dana um það hvernig þeir hyggðust takast á við að sem kallast de-colinisation og þær hugmyndir að nýlendur fengju sjálfstæði. Danir urðu alveg steinhissa! Þeir töldu sig vera góða við Grænlendinga og vera að vernda þá frekar en að sitja þar sem nýlenduherrar.

Niðustaða Árna er að erfitt sé að fá Dani til þess að horfa á samband sitt við Grænland á hlutlausan hátt. Fundargestir tóku andköf þegar kom í ljós að það var fyrst árið 2009 sem Grænland var skilgreint sem sjálfstæð þjóð skv. alþjóðlegum skilgreiningum. Árni sagði vinnu við stjórnarskrá Grænlands vera hafna en ekki sæi enn fyrir endann á því verkefni, né hvernig því máli mun lykta. Áhugavert var að heyra Árna lýsa því að Danir líti á sjálfa sig sem stórveldi á Norðurslóðum þar sem Danmörk án Grænlands er hreinlega alls ekki á Norðurslóðum! Eins voru tölur um fjárhagslegan stuðning Dana við Grænland áhugaverðar, en á ári hverju leggja Danir 3,8 milljarða danskra króna til Grænlands sem er 033% af fjárlögum Dana. Í stóra samhenginu er það framlag um 50% af fjárlögum Grænlands og einungis helmingi hærra en sú upphæð sem Danir nota árlega í flóttamannahjálp.

Svo vakti það að sjálfsögðu kátínu hinna glöðu fundargesta þegar Árni sagði frá því að danska ríkjasambandið væri það 12. stærsta í heiminum. En að Grænland án Danmerkur væri 12. stærsta land í heiminum. Árni taldi sig hafa haft nokkuð skakka mynd af Grænlandi áður en hann hóf þessa rannsókn og er nú greinilega loksins kominn með Grænlandsbakteríuna. Að loknum fyrirlestri Árna var opnað fyrir spurningar og spunnust líflegar umræður um fortíð, nútíð og framtíð Grænlands.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Vel heppnuð hátíð Hróksins og Kalaks laugardaginn 6. júní

Það var vel heppnaður dagur í pakkhúsinu í dag, laugardaginn 6. júní, þar sem mætti ...