Að vanda tóku Grænlandsvinir höndum saman um að senda páskaegg til Grænlands. Hrafn Jökulsson virkjaði liðsmenn Kalak og Vináttu í verki, og með stuðningi Bónus og Brim voru send páskaegg til fimm bæja og þorpa. Icelandair, Air Greenland, Norlandair, Eimskip, Roayl Arctic Line og Ístak fluttu páskaeggin ókeypis til Ittoqqortoormiit, Kulusuk, Kuummiut, Nanortalik og Nuuk.