Ekki missa af þessu

Jólasveinn og gjafir til Kulusuk

Þrátt fyrir Covid faraldur og vetrarveður tókst að koma hinum árlegu jólagjöfum til barnanna í Kulusuk. Að þessu sinni var það ekki nema tæplega viku bið að koma sveinka til Grænlands og afhenda börnum gjafir og góðgæti.

Loks þegar viðraði flaug glaðbeittur sveinninn með Icelandair og farangurinn fullur af jólagjöfum, húfum og jólasælgætispokum. Flogið var seinni part dagsins og þegar vélin lenti beið barnaskari fyrir utan flugstöðina ásamt kennurum.

Sveinki afhenti gjafir og húfur en vegna tímapressu þá mun skólastjórinn afhenda börnunum jólasælgætispoka í skólanum. Vegna Covid fór þetta fram fyrir utan flugstöðina en tókst allt með sóma.

 

Ferðasagan ásamt myndum

Vélin sveif niður og var varla lent
en vandlega snerti völlinn.
Börnin þau sungu og biðu þar spennt
Nú brátt heyrðust hlátrasköllin.

Sveinki leit ringlaður, skimaði hring
skyldu þau tak‘ eftir honum?
Kannski þau sjái mig ef að ég syng
svalur var karlinn að vonum.

Grímulaus börnin þau bið‘undir vegg
brosmild og spennan var hlaðin.
Þau brostu og sungu er sá í hvítt skegg
því sveinki var mættur á staðinn.

Af húfum og nammi og gjöfum var nóg
Þau nutu að fá nokkra pakka.
Sveinki var sveittur uns af honum dróg
snerist á hæl til að þakka.

Húfur upp settu við tókum hópmynd
hýrlegur barnaskari.
Bærðist ei hárskegg né hreyfði þar vind
hópurinn var nú á pari.

Tollskoðun, likamsleit ei nauðsynlegt nú
næstum það leið yfir sveinka.
En það er hans vissa og vandaða trú
svo varla þarf hann að kveinka.

Rósrauður glampi og glitfögur ský
upp gjafir til barnanna þrífur.
Hvað skyldi nú Rudólf, segja við því
að sveinki með Icelandair svífur.

Móttakan í Kulusuk.

Sveinki ásamt ungum dreng sem nýbúinn er að fá pakka.

Húfurnar afhentar.

Jólasveinninn ásamt Laufey flugfreyju sem sá um farþegana báðar leiðir.

Glaðbeittur hópur að lokinni afhendingu.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Laugardaginn 6. júní – Leggjum Kalak og Grænlandsvinum lið í söfnun fyrir barnaheimilið í Tasiilaq

Næstkomandi laugardag, 6. júní kl. 14, er boðað til fagnaðarfundar í Pakkhúsinu og er heitið ...