Að fæðast og deyja á Grænlandi gerist sjaldan í einrúmi. Fjölskylduböndin eru sterk og á mikilvægum stundum styrkjast þau enn meira. Við barnsfæðingar er ekki óalgengt að faðir barnsins, ömmur þess og stundum afar séu með inni á fæðingarstofunni. Frammi á gangi bíða systkyni foreldranna, systkyni barnsins, afar og frændur, vinkonur og frænkur sitja í þögn og bíða. Grænlendingar eru ...
Lesa »Author Archives: Ingibjörg Björnsdóttir
Það þarf þorp…
Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Takk til ykkar allra sem lásuð síðustu færslu, deilduð henni og hvöttuð á uppbyggilegan hátt til góðra verka í þágu þjóðar. Það þarf þorp til að ala upp barn. varð vinkonu minni að orði þegar ég átti við hana langt samtal eftir að fregnir bárust af handtöku ungra manna frá Grænlandi. Orðtakið á rætur sínar ...
Lesa »Hjartans kveðjur heim
Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Fyrir meira en þrjátíu árum þegar ég var barn í blokk í Breiðholtinu bjó ofbeldismaður í íbúðinni á móti okkar. Hann hryllti fjölskyldumeðlimi sína, konu og börn. Beitti þau andlegu og líkamlegu ofbeldi svo stundum mátti heyra óp og grát frá íbúðinni. Aðspurð mundi mamma ekki til þess að nokkur nágrannanna hefði einhverju sinni hringt ...
Lesa »Guð á grænlensku
Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Rétt eins og á Íslandi spilar veðrið afgerandi þátt í lífi og starfi hér á Grænlandi. Ef veður leyfir segjum við, horfum til himins, kíkjum eftir skýjum og þefum af golunni. Ég átti að fljúga með sjúkling sem þarf að komast í rannsóknir og meðferð á spítala Ingiríðar drottningar í Nuuk í síðustu viku. Við ...
Lesa »Það besta við Grænland
Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Rétt þremur vikum eftir vetrarsólstöður finnum við hér á 66. breiddargráðu hvernig birtan vinnur smám saman á myrkrinu sem hefur umlukið okkur mestan part sólarhringsins síðan í nóvember. Seinnipartinn er enn blá slikja á himnum og í vestri málar sólin myndir með litum sem engin nær að blanda eins og hún. Jólahaldi lauk þann 6.janúar ...
Lesa »