Ekki missa af þessu

Menningarnótt á Óðinstorgi

Frá Norræna félaginu: 


Norræna félagið skipuleggur hátíðahöld á Óðinstorgi á Menningarnótt, 24. ágúst
næstkomandi í samvinnu við Höfuðborgarstofu og nágranna okkar á veitingastaðnum
Snaps og á kaffihúsinu C is for Cookie sem verða með opið allan daginn. Í
tengslum við verkefnið Torg í biðstöðu hefur hluti torgsins gengið gegnum
miklar breytinar sem tilvalið er að kíkja á.

Í ár er markmiðið að skapa þægilega og skemmtilega stemmningu með alþjóðlegum
blæ. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir börnin, til dæmis verður
bílastæðunum breytt í krítarlistsmiðju, vinabönd búin til og útileikföng fyrir
yngstu kynslóðina verða á staðnum. Útileiksvæðið verður opið frá kl. 13:00 –
18:00.

Listamenn koma fram á sviði á Óðinstorgi frá kl. 13.00 og fram til kl. 18.
Boðið verður upp á fjölbreytta tónlistarveislu á léttu nótunum ásamt
dansatriðum.

Dagskrá á Óðinstorgi:
13.00 – 18.00 Útileikföng á Óðinstorgi

13:00 Bogi Ágústsson, formaður Reykjavíkurdeildar setur torghátíð
13:10 TANYA og Zumba Dívurnar dansa
13:30 Lindy hop
13:40 Una Stef
14:30 Afríski dans- og trommuhópurinn Barakan
15:00 Reggae Sunsplash Ísland
15:30 Ingunn Huld
16:30 Hljómsveitin Treisí
17:00 Fox Train Safari
17:30 Contralgen Funeral

Heimilisiðnaðarfélagið sýnir þjóðbúninga frá kl. 14 – 16.
Dagkránni lýkur um kl. 18:00

                                                                                                                                                                                                                                                                            


Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                          

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Málþing

Frá Norræna félaginu: Staða ungs fólks á NorðurlöndumBrottfall úr skóla – möguleikar á vinnumarkaði Nordens ...