Ekki missa af þessu

Author Archives: Ingibjörg Björnsdóttir

Kveðjupistill frá Grænlandi

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut   Þann 21. júní á sumarsólstöðum, þegar sólin skín viðstöðulaust norðan heimsskautsbaugs mun sorgmædd en um leið þakklát og stolt grænlensk þjóð fagna þjóðhátiðardegi. Síðasta kvöldinu mínu í Sisimiut að þessu sinni varði ég á Hotel Sisimiut með uppáhaldskonum. Við töluðum og flissuðum, grétum svolítið og tókum bakföll af hlátri. Sögðum sögur, rifjuðum upp fjallaferðir, ...

Lesa »

Svo kom vorið….

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Svo kom vorið. Því var skotið í gang föstudaginn 31.mars klukkan tíu. Stærstur hluti bæjarbúa stóð á hliðarlínunni og hvatti ríflega tvöhundruð gönguskíðahlaupara með klöppum og húrrahrópum, Arctic circle race var hafið í 21.skipti. Framundan var 160 kílómetra skíðahlaup í fjalllendi austan við Sisimiut, upp fjöll og niður á íslagðan fjörð, upp aftur og niður ...

Lesa »

Eintyngd grænlensk börn eiga erfitt uppdráttar í framhaldsnámi

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Ég á þrjá syni, þeir yngri hafa búið stærstan hluta ævi sinnar á Grænlandi, sá elsti bjó í sex ár í Danmörku og hefur núna búið ríflega fimm ár Grænlandi, þeir bjuggu í tvö og hálft ár á Íslandi áður en við fluttum aftur til Grænlands. Þeir tala þrjú tungumál og ég hef ekki teljanlegar ...

Lesa »

Matur á eyjunni stóru

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Hvað er í matinn? Spyrja synir mínir daglega. Þeir eru ekki alltaf ánægðir með svarið. Þeir verða verulega óánægðir þegar ég segist stolt ætla að gera gera grænmetispottrétt, eða fisk í ofni. Það finnst þeim ekki vera matur, grænmeti og ofnbakaður fiskur er ekki spennandi. Svo segja þeir mér að ég verði að drífa í ...

Lesa »

Þorp á hjara veraldar

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Það getur stundum verið bæði skrýtið og skondið að búa í litlu þorpi á hjara veraldar. Við komum hingað fyrst sumarið 2009. Höfðum áður búið á stærstu stúdentagörðum Norðurlanda Eyrarsundsgarði í miðri Kaupmannahöfn og við fullorðna fólkið tókum frelsinu, víðáttuni og náttúrfegurðinni fagnandi. Seinna þetta sumar byrjaði elsti sonur okkar í fyrsta bekk í Skóla ...

Lesa »

Strjálbýlasta land heimsins

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Grænland er strjálbýlasta land heimsins. Hér búa o,o3 manneskjur á hverjum ferkílómetra, á Íslandi búa 2.28 manneskjur á hverjum ferkílómetra. Hér á óendanleikinn uppruna sinn. Langsamlega stærstur hluti landsins er óbyggilegur ís, klappir og fjöll á aldur við sólina. Ég hef aldrei litið himin svo háan og bláan eins og hér, og aldrei séð silfrað ...

Lesa »

Leiðin til Grænlands

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Við komum fyrst til Grænlands í júlí 2009. Ég andaði að mér þunnu og frísku lofti í Kangerlussuaq og vissi að nú höfðu orðið þáttaskil í lífi mínu og fjölskyldunnar. Leiðin til Grænlands var löng Rúmum tíu árum áður en við hjónin komum hingað fyrst, fórum við í fyrsta skipti í bíó saman og sáum ...

Lesa »

Barnalíf á Grænlandi

alt

Ingibjörg Björnsdóttir skrifar frá Sisimiut Barnalíf á Grænlandi er um margt frábrugðið barnalífi á Íslandi. Barn sem fæðist með stórfjölskylduna fyrir utan dyrnar tilbúna að bjóða það velkomið í heiminn er tilefni hamingjuláta ættingja. Þegar vinnufélagar mínir eignast barnabarn er ekki óalgengt að amman geri ,,pagga” í vinnunni. ,,Pagga” eru grænlensk fagnaðarlæti eins og þau gerast best. Þá kastar amman ...

Lesa »