Myndirnar sem hér ber að líta eru teknar af vef Lindaskóla í Kópavogi en þar, sem og í Salaskóla, voru nýlega 29 börn frá litlu þorpum austurstrandar Grænlands í boði Kalak. Kópavogsbær hefur undanfarin sjö ár tekið á móti krökkum á tólfta ári sem koma hingað til að læra að synda og uppgötva hinn stóra heim – á Íslandi. Og ...
Lesa »Author Archives: KALAK
Veiðimaður framtíðarinnar
Mona Simonsen tók þessa skemmtilegu mynd í Ittoqqortoormiit við Scoresbysund. Snemma beygist krókurinn og piltunum er veiðieðlið í blóð borið. En það er gaman að sjá hvað krakkarnir eru alltaf glaðir á myndum þaðan, alveg einstaklega.
Lesa »Mikki refur
Danski eðalljósmyndarinn Carsten Egevang dýrkar og dáir Grænland og hefur tekið þar þúsundir ljósmynda. Nú í byrjun nóvember kemur út bókin hans “Life at the edge” þar sem svart/hvítar myndirnar fá að njóta sín. Þessar verða semsagt ekki með en þær birti Carsten á vefsíðu sinni. Þarna má sjá að lífið liggur við, Rebbi hefur greinilega komið auga á eitthvað ...
Lesa »Kummiut
ololo Frá Kuummiut, ríflega 300 manna samfélagi á austurströnd Grænlands. Myndina tók Bjarne Hauthorner sem kennir þar 6. bekk en Bjarne er danskur og hefur kennt víðsvegar á Grænlandi í áratugi. viagra online
Lesa »Skúli með húfur og sundkrakkar með spil
Skúli Pálsson, gjaldkeri Kalak. Hér dreifir Skúli húfum og buffum frá Flugfélagi Íslands á gistiheimili sundkrakkanna, BB44 við Nýbýlaveg í Kópavogi. Skúli hefur borið hitann og þungann af komu 6. bekkjar barna frá litlu byggðum austurstrandarinnar, þ.e. allra bæja utan Tasiilaq. Þrettán börn koma frá Kuummiut, fimm frá Ittoqqortoormiit, fimm frá Kulusuk og sex frá: Isortoq, Teneth Tiqilaq og Sermiligaq. ...
Lesa »Dýr, skautar og matur
Á laugardaginn, eftir að hafa farið í Fjölskyldu – og húsdýragarðinn og svo í Skautahöllina, var ferðinni heitið á Metró í Faxafeninu en þar var sundkrökkunum hreinlega boðið í mat. Fengu þau bæði blöðrur og grímur þannig að á meðan orkan leyfði, sem þau reyndar hafa töluvert mikla, var leikið og göslast fram á kvöld. En þegar þau fara í ...
Lesa »Sundkrakkarnir í banastuði í Kópavoginum
Í sjöunda sinn stendur Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands fyrir komu barna frá litlu þorpum austurstrandar Grænlands. Þau eru hér í tvær vikur og eru í skóla með jafnöldrum í Kópavogi þar sem þau læra að synda á hverjum degi. Nú eru 29 börn í Sala- og Lindaskóla og það er magnað hvað fyrirtæki og einstaklingar hafa tekið þeim vel. ...
Lesa »Haustlitir
Haustlitirnir eru ekki síður magnaðir á Suður-Grænlandi en á Þingvöllum! Gert Hansen tók þessa mynd sem birtist á Greenland Today.
Lesa »
KALAK – Vinafélag Grænlands og Íslands