Ekki missa af þessu
alt

Skúli með húfur og sundkrakkar með spil

alt

Skúli Pálsson, gjaldkeri Kalak. Hér dreifir Skúli húfum og buffum frá Flugfélagi Íslands á gistiheimili sundkrakkanna, BB44 við Nýbýlaveg í Kópavogi. Skúli hefur borið hitann og þungann af komu 6. bekkjar barna frá litlu byggðum austurstrandarinnar, þ.e. allra bæja utan Tasiilaq. Þrettán börn koma frá Kuummiut, fimm frá Ittoqqortoormiit, fimm frá Kulusuk og sex frá: Isortoq, Teneth Tiqilaq og Sermiligaq.

Þetta langstærsta verkefni Kalaks kostar milljónir og Menntamálaráðuneytið styrkti félagið veglega auk þess sem Sermersooq kommune greiðir fyrir fararstjórana sem eru fimm. Eins og sjá má af fyrri færslum er þetta gerlegt með hjálp góðs fólks og fyrirtækja sem bjóða krökkunum upp á allskyns skemmtanir og í mat.

Þegar löngum degi er lokið eftir bekkjarsetu með íslenskum jafnöldrum í Kópavogi, sundkennslu tvisvar á dag og líflegum ferðum eftir skóla er stundum horft á mynd eða farið út að leika. Nú, eða bara gripið í spil!

alt

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...