Tasiilaq – Ammassaliq – miðpunktur í heimildarmynd
Eftirfarandi grein var á greenlandtoday.com þann 3. júní sl.
Umrædd heimildarmynd er verkefni sem tveir ungir og ferðaglaðir Ítalir, Mario Bartoletti ljósmyndari og Bosin Graziano, sem rekur framleiðslufyrirtæki, standa fyrir og ætla að fá fleira fólk með sér til að klára kvikmyndaverkefnið. Þeir voru staddir í Tasiilaq í marsmánuði þar sem þeir leituðu heppilegra tökustaða.
Upptökur eru áætlaðar í febrúar nk og hugmyndin er að mynda allt sem finnst á svæðinu, veiðimenn og sæfara, handverksfólk sem og skólanema, fólk sem starfar í stofnunum bæjarfélagsins og íþróttafólk við sína iðkun. Markmiðið er að koma á framfæri grænlenskum kúltúr og stöðu fólks í samfélagi sem á undir högg að sækja.
Rauða húsið
Mikilvægt innlegg kemur frá Robert Peroni, sem áður var fjallaleiðsögumaður og flutti til Tasiilaq fyrir þremur áratugum. Þar kom hann upp “Rauða húsinu” sem eru höfuðstöðvar fyrir ævintýraþyrsta túrista. Rauða húsið er félagslegur viðverustaður fyrir þá sem minna hafa milli handanna. Robert tengist húsinu tilfinningaböndum og hugmynd hans er að skapa atvinnu fyrir fólkið þar sem ferðamenn koma við sögu sem og að viðhalda grænlenskum venjum og hefðum. Hann segir þetta sína fjölskyldu og hefur ákveðið að aðstoða sem best hann getur allt sitt líf.
Sagan
Myndin mun fjalla um Robert sem fæddist á Ítalíu og eftir að hafa staðið á tindum hæstu fjalla heims og gengið yfir gullnar eyðimerkur bæði Afríku og Asíu, ákvað hann að ganga yfir Grænlandsjökul. Á ferð sinni hittir hann innfædda sem hafa komist af með sínar fátæklegu eigur í heimskautakuldanum en er gjörsamlega óviðbúið lífinu í nútímasamfélaginu.
Stoltar fjölskyldur veiðimanna kynslóðanna lifa ekki lengur á kjöti og skinnum bráðarinnar og með nokkru vonleysi berst fólkið við afleiðingar alkóhólisma, slæmar félagslegar aðstæður og hræðilega háa tíðni sjálfsvíga ungs fólks. Robert hefur tekið þann pól í hæðina að þjónusta við ferðamenn muni koma samfélaginu vel og hefur öll þessi ár unnið markvisst að þvi að bæta bæði félagslegar aðstæður, sem og fjárhaglegar fyrir “fólkið sitt.” Með tímanum hefur hann áunnið sér mikla virðingu, svo mikla reyndar að hópur fólks tilnefndi hann til friðarverðlauna Nóbels, árið 2007.
Nauðsynleg mynd
“Endalausir jöklar, magnaðir ísjakar og hvítur heimskautsbaugur Grænlands eru náttúrulegt umhverfi Roberts þar sem við vonum að hann komi því til skila sem hann hefur fram að færa, varðandi allt það magnaða starf sem hann hefur komið að undanfarin ár”, segir Moreno Baroletti. “Þessi ótrúlegi maður hefur ákveðið að aðstoða, af öllum sínum mætti, þjóðfélag byggt af gömlum gildum að verja þau í áreiti hinna nýju tíma. Markmið okkar er einfaldlega að segja þessa sögu með flottum myndum þessa stórkoslega landslags, enda er sagan algjörlega ótrúleg. Við bara neyðumst til að mynda hana og koma á framfæri” segir Moreno að lokum.
Video sem þeir félagar hafa gert á ferð sinni um austurströnd Grænlands má sjá á youtube.com og er slóðin hér: