Helgi Guðmundsson, leiðsögumaður, var á ferð í Kulusuk sl. sumar og snaraði sinni fínu myndavél á loft milli þess sem hann fór með ferðamenn um svæðið. Reyndar yfir til Tasiilaq einnig. Það vantar ekki fegurðina þegar Kulusuk er í sínu fínasta skarti og hún Anna Kuitse Thastum sem kennt hefur börnum austurstrandarinnar trommudans í áratugavís lætur ekki deigan síga. Áður ...
Lesa »Author Archives: KALAK
Íslandskvöld í Nuuk
Halldór Björnsson kappklæddur í Nuuk Í lok mars hélt nýstofnað vinafélag Íslands og Grænlands í Nuuk, Islandiip Kamma, i nokkurskonar Þorrablót þar sem ýmislegt góðgæti frá Íslandi var á boðstólum. Trúbadorinn Vilhjálmur Goði Friðriksson og formaður Kalak Halldór Björnsson fóru til Nuuk af þessu tilefni í boði Islandiip Kammai og lék og söng Villi Goði íslensk lög við góðar viðtökur ...
Lesa »9a í heimsókn
Jörgen Thomsen á heimaslóðum í Nuuk. Myndina tók Uros Matovic. Íslendingar hafa undanfarin ár fengið heimsóknir frá Nuuk, þar sem grunnskólanemar hafa í langan tíma safnað fyrir Íslandsferð. Þá er stoppað í nokkra daga og það er sko nóg um að vera hjá unglingunum, söfn og sögufrægir staðir skoðaðir, sund upp á hvern dag, kíkt í Bláa lónið. Endalaus útivera ...
Lesa »Frá myndasýningu á Kalak fundi
Sýndar voru myndir frá ferð Hróksins/Kalak til Ittoqqortoormiit, nú fyrir páskana, á aðalfundi Kalak. Ferðin gekk vel eins og ferðirnar undanfarin ár í þennan magnaða bæ. Veturinn hefur verið nokkuð harður og mikill snjór eins og sjá má. Bjarndýrskinn voru uppivið allvíða og fönguðu auðvitað augu Íslendinganna. Þó var aldrei boðið upp á bjarnarkjöt að þessu sinni og þótti einhverjum ...
Lesa »Frá aðalfundi Kalak
Helstu málefni sem komu fram á aðalfundi Kalak eru eftirfarandi: Aðalfundur Kalak, haldinn í húsi Norræna félagsins, Óðinsgötu 7 í Reykjavík, fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00 Fámennt, en mjög góðmennt, var á fundinum. Tólf manns úr þessu tæplega 200 manna félagi voru með. Halldór Björnsson, formaður, setti fundinn og stakk upp á Friðriki Brekkan sem fundarstjóra og Arnari Valgeirssyni sem ...
Lesa »Carsten Egevang
Carsten Egevang er einhver magnaðasti arctic ljósmyndari sem fyrirfinnst. Hann heldur úti síðunum: www.carstenegevang.com og http://www.arc-pic.com/ Carsten mætti með félaga sínum í grunnskólann í Ittoqqortoormiit skömmu fyrir páska og sá þá Hrafn Jökulsson og Stefán Bergsson á útopnum í fjöltefli. Tefldu þeir við ríflega tuttugu manns í einu, hvor. Fólk á öllum aldri en þó auðvitað væru langflestir grunnskólanemendur. Samtals ...
Lesa »Hættumerki á norðurslóðum
Lauslega þýdd grein Tony´s Leather, 27. apríl. Af Greenland Today. Það var fyrir næstum fimmtíu árum sem fyrsta ráðstefna um hvítabirni var haldin, þegar fólk úr 46 félögum ræddu málin í Fairbanks í Alaska. Þetta var í september 1965. Á þeim tíma var það alltof algengt að menn smöluðu dýrunum í hópa með því að fljúga að þeim á litlum ...
Lesa »Aðalfundur KALAK
Aðalfundur Kalak 2012 verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl, í sal Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, Reykjavík og hefst klukkan 20:00 Eftir fundinn verða sýndar myndir frá leiðangri Skákfélagsins Hróksins um nýliðna páska að kenna skák í Ittoqqortoormiit (Scoresbysund), Grænlandi
Lesa »