Ekki missa af þessu

Dansk-íslenska félagið

Frá Norræna félaginu:
Dansk-Íslenska félagið boðar til
Vorhátíðar í Iðnó við Vonarstræti og Tjörnina miðvikudaginn 21. mars kl. 20.00

Nú nálgast vorið óðum. Daginn lengir. Kvöldin þó enn dimm og verður svo
eitthvað áfram. Því er tilvalið að framlengja dagsbirtuna með því að skella sér
í Iðnó að kvöldi 21. mars og láta sig hlakka til sumarsins.

Dagskráin verður eftirfarandi:

1.    Charlotte Bøving flytur kafla úr sýningu sinni  Þetta er lífið … og om
lidt er kaffen klar sem var á fjölunum í Iðnó um eins árs skeið frá sept. 2010.
Undirleikari er Agnar Már Magnússon. Charlotte fjallar um hið margslungna lífshlaup af hjartans einlægni.
Hún segir frá á íslensku á milli þess sem hún syngur, á dönsku, kvæði eftir
Benny Andersen, Piet Hein, Halfdan Rasmussen, o.fl.

2.    Eysteinn Pétursson syngur lög af nýútkominni plötu með eigin
gítarundirleik,svo og nokkur önnur (íslensk þjóðlög og danskar vísur).
Á plötunni „Það er margt í mannheimi“ eru 12 lög í flutningi Eysteins
Péturssonar. Lögin koma úr ýmsum áttum og hafa fylgt Eysteini lengi, mörg frá
námsárunum í Kaupmannahöfn. Eysteinn semur sum lögin en aðrir lagahöfunar eru
m.a. Þórbergur Þórðarsson og Tom Lehrer. Ljóð á plötunni eiga meðal annars Örn
Arnarsson, Tom Lehrer (þýð. Ásgeir Sigurðsson), Sigfús Blöndal og Jón Helgason.

. (úr kynningu plötunnar á heimsvefnum)                           

Á undan og eftir þessum atriðum  –  og allt um kring  –  verður svo
fjöldasöngur m.m.

Aðgangseyrir er kr. 2000.-

Borðapantanir: skjoldur@simnet.is
og í símum  5520868  og  8602698 – þar sem einnig fást frekari upplýsingar

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...