Ekki missa af þessu

Dósasöfnun í Ittoqqortoormiit

Á heimasíðu sveitafélagsins Sermersooq kemur fram að börnin í Ittoqqortoormiit eða Scoresbysundi hafi tekið sig til í sumar og safnað öl- og gosdósum sem hafa verið lýti á þessum fallega bæ lengi. Ákveðið var að borga 10 dkr. fyrir kílóið af dósum og gekk þetta ótrúlega vel. Börnin fengu væna vasapeninga og bærinn lítur svo miklu betur út á eftir. Þess má geta að í það minnsta á austurströnd Grænlands hefur ekki verið boðið upp á skilagjald á dósum sem má sjá á bæjunum.

Það eru um 50 dósir í kílóinu og í dag skiluðu börnin 139 kg af dósum sem eru um 7000 stykki. Það er þó langt í land því árlega berast drykkir í 300.000 dósum til Ittoqqortoormiit. En hver ferð hefst á hænuskrefi og Kalak er ánægt með framtakið. Bæjarbúar einnig og ekki síst krakkarnir sem krækja sér í svolítinn pening og nokkur tilkynntu það við afhendinguna í dag að þau væru sko ekki hætt!

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...