Ekki missa af þessu

Erilsöm vika hjá lögreglunni í Nuuk

Frá Nuuk að kveldi.                                                                                                           Mynd: Leiff Josefsen   

Sermitsiaq birti grein þar sem farið var yfir erilsama viku hjá löggunni í Nuuk. Jólin hafa lagst misvel i fólk þarna fyrir vestan, það er ljóst:                                                                                   

“Monster lögregluskýrsla” 

Úr dagbók lögreglunnar í Nuuk 2-9 janúar.

Í dagbók lögreglunnar er hafsjór af málum, sum eftirtektaverðari en önnur. Samkvæmt dagbókinni hefur valdstjórnin vægast sagt haft í nógu að snúast.

Þjófnaður úr íbúð á “Radíófjallinu” þar sem lyklaborði og tölvumús stolið. Níu tilkynningar um ofbeldi.  Rannsókn á máli þar sem greiðslukort var misnotað og 5200 DKR teknar út. Ellefu beiðnir um aðstoð. Þjófnaður úr bíl og 16 tilkynningar um grunsamlega hegðun. Innbrot í hús þar sem stolið var áfengi að verðmæti 3200 DKR. Níu tilkynningar um ýmis atvik, þar á meðal um hvítan ref á ferli í hverfinu Qunngorput, sem og einhvern sem að truflaði umferð með laserpenna. Ellefu sinnum var umferðarerftirliti sinnt.Tvisvar sinnum tilkynnt um eldsvoða, þar af einu sinni um eld í ruslatunnu á Kirkjuvegi og í hitt skiptið hafði verið kveikt í grenitré. Ekki hlaust stórskaði af. 14 sinnum var haft afskipti af húsráðendum vegna óláta, börn komu við sögu í tveimur tilvika.Tveir stöðvaðir fyrir akstur án bílbelta. Tveir ökumenn teknir réttindalausir.

Vasaþjófnaður þar sem farsíma var stolið. Þjófnaður úr bátum þar sem verkfærum var stolið. Níu búðarþjófnaðir. Sextán ára drengur gaf sig fram við lögreglu en hann hafði verið eftirlýstur vegna þjófnaðar þar sem ógnunum var beitt. Drengurinn var yfirheyrður en síðan sleppt. Þrjár tilkynningar um að bílum hafi verið stolið. Þrisvar sinnum haft afskipti af ökumönnum vegna umferðalagabrota. Tilkynning um manneskju sem var viti sínu fjær. Bifreið ólöglega lagt. Fleiri bílum var ólöglega lagt við gangbraut við Kangillinnguit Atuarfiat. Sjö tilkynningar um ölvun á almannafæri. Átta sinnum var vegfarendum sagt til vegar. Fíkniefni gerð upptæk, í allt 2.5 grömm af hassi. Tvö minniháttar umferðaróhöpp. Sex áminntir fyrir ýmis brot. Fimm tilkynningar um óæskilegar persónur. Tilkynning um unglinga sem að sniffuðu bensín við fótboltavöllinn í Nuuk. Foreldrum og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.

Innbrot í NSP húsið þann 4.janúar þar sem óþekktir aðilar höfðu tekið rúðu úr falsinum.Tilkynning frá leigubílstjóra um farþega sem að neitaði að borga fargjaldið.
Fjórum sinnum fylgst með vínveitingahúsum. Neyðablys séð við Tinupattak í Nuussuaq. Tveir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur. Haft hafskipti af mönnum vegna brota á vopnalögum þar sem lagt var hald á piparúða og rafmagnsbyssu. Tilkynning um ofbeldi gegn opinberum starfsmanni,en starfsmaður á stofnun varð fyrir árás vistmanns. Þremur veitt tiltal. Einu sinni haft samband vegna manneskju með ofsahræðslu. Tvær tilkynningar um götuóspektir þar sem tveir voru handteknir. Einn ók á móti rauðu ljósi.

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...