Gamalt

Konungleg gjöf á Grænlandi

Mary eldri með Mary yngri í Ilulissat Krónprinsessan fékk sleðahund Krónprinsessan kolféll fyrir grænlenskum sleðahundahvolpi þar sem hún dvaldist í fjóra daga á Hótel Arctic í Ilulissat og hrifningin var gagnkvæm. Starfsfólk hótelsins færði hinum tigna gesti ellefu vikna hvolpinn að gjöf, þegar þau sáu að hvorugt gat án annars verið og Mary gaf hvolpinum nafn á staðnum. Sú stutta ...

Lesa »

Halló Norðurlönd

Frá Norræna félaginu: Upplýsingafundur um flutning til hinna Norðurlandanna á fimmtudag Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Halló Norðurlönd, vekurathygli á upplýsingafundi á Akureyri ætluðum fólki sem hyggur áflutning til hinna Norðurlandanna. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Eures,evrópska vinnumiðlun, og Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri. Á upplýsingafundinum verður farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga viðflutning til hinna Norðurlandanna. Fulltrúi frá ...

Lesa »

Áhugaverð heimildarmynd í vinnslu

Tasiilaq – Ammassaliq – miðpunktur í heimildarmynd Eftirfarandi grein var á greenlandtoday.com þann 3. júní sl. Umrædd heimildarmynd er verkefni sem tveir ungir og ferðaglaðir Ítalir, Mario Bartoletti ljósmyndari og Bosin Graziano, sem rekur framleiðslufyrirtæki, standa fyrir og ætla að fá fleira fólk með sér til að klára kvikmyndaverkefnið. Þeir voru staddir í Tasiilaq í marsmánuði þar sem þeir leituðu ...

Lesa »

3000

Um þrjú þúsund börn hlupu skólahlaup í bæjarfélaginu Sermersooq á fimmtudaginn. Bæjarfélagið er að vísu stórt, nær frá vesturstöndinni yfir á þá eystri en fjölmennið er þó afar athyglisvert. Eins og kemur fram í Sermitsiaq er “skólahlaup dagsins, ef ekki ársins, varð meiriháttar velheppnaður viðburður þar sem um þrjú þúsund börn hlupu, og er þá allt bæjarfélagið tekið með”. Ekki ...

Lesa »

Kulusuk að sumri

Helgi Guðmundsson, leiðsögumaður, var á ferð í Kulusuk sl. sumar og snaraði sinni fínu myndavél á loft milli þess sem hann fór með ferðamenn um svæðið. Reyndar yfir til Tasiilaq einnig. Það vantar ekki fegurðina þegar Kulusuk er í sínu fínasta skarti og hún Anna Kuitse Thastum sem kennt hefur börnum austurstrandarinnar trommudans í áratugavís lætur ekki deigan síga. Áður ...

Lesa »

Íslandskvöld í Nuuk

Halldór Björnsson kappklæddur í Nuuk Í lok mars hélt nýstofnað vinafélag Íslands og Grænlands í Nuuk, Islandiip Kamma, i nokkurskonar Þorrablót þar sem ýmislegt góðgæti frá Íslandi var á boðstólum. Trúbadorinn Vilhjálmur Goði Friðriksson og formaður Kalak Halldór Björnsson fóru til Nuuk af þessu tilefni í boði Islandiip Kammai og lék og söng Villi Goði íslensk lög við góðar viðtökur ...

Lesa »

9a í heimsókn

Jörgen Thomsen á heimaslóðum í Nuuk. Myndina tók Uros Matovic. Íslendingar hafa undanfarin ár fengið heimsóknir frá Nuuk, þar sem grunnskólanemar hafa í langan tíma safnað fyrir Íslandsferð. Þá er stoppað í nokkra daga og það er sko nóg um að vera hjá unglingunum, söfn og sögufrægir staðir skoðaðir, sund upp á hvern dag, kíkt í Bláa lónið. Endalaus útivera ...

Lesa »

Frá myndasýningu á Kalak fundi

Sýndar voru myndir frá ferð Hróksins/Kalak til Ittoqqortoormiit, nú fyrir páskana, á aðalfundi Kalak. Ferðin gekk vel eins og ferðirnar undanfarin ár í þennan magnaða bæ. Veturinn hefur verið nokkuð harður og mikill snjór eins og sjá má.  Bjarndýrskinn voru uppivið allvíða og fönguðu auðvitað augu Íslendinganna. Þó var aldrei boðið upp á bjarnarkjöt að þessu sinni og þótti einhverjum ...

Lesa »