Ekki missa af þessu

Halló Norðurlönd

Frá Norræna félaginu:
Upplýsingafundur um flutning til hinna Norðurlandanna á fimmtudag

Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, Halló Norðurlönd, vekur
athygli á upplýsingafundi á Akureyri ætluðum fólki sem hyggur á
flutning til hinna Norðurlandanna. Fundurinn er haldinn í samvinnu við Eures,
evrópska vinnumiðlun, og Norrænu upplýsingaskrifstofuna á Akureyri.

Á upplýsingafundinum verður farið yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við
flutning til hinna Norðurlandanna. Fulltrúi frá upplýsingaþjónustu Norrænu
ráðherranefndarinnar, Halló Norðurlönd, fer yfir hagnýt atriði á borð við
húsnæðisleit, útvegun kennitölu og sjúkratryggingar og fulltrúi frá Eures
veitir góð ráð varðandi atvinnuleit og atvinnuleysistryggingar. Þátttakendum
gefst færi á að bera fram spurningar.

Tímasetning: Fimmtudagurinn 7. júní kl. 17:00-19:00.
Staðsetning: Funda- og veitingasalur á 4. hæð, Skipagötu 14, Akureyri.
Upplýsingafundurinn er ókeypis fyrir þátttakendur, öllum opinn og hentar jafnt
þeim sem flytja vegna atvinnu, náms eða annarra erindagjörða.
Hafa ber í huga að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið fyrir 6. júní á
netfanginu mariajons@akureyri.is eða á Norrænu upplýsingaskrifstofunni í síma
4627000.

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!
Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...