Gamalt skip með sál. M/S Savik frá 1955. Liggur þarna við Tasiilaq. Tekið af Greenland Today og myndina tók Klaus Egede.
Lesa »Gamalt
Fyrirlestur
Frá Norræna félaginu: Þrælahald nútímans Fyrirlestur í Þjóðminjasafninu 9. júlí klukkan, 12.05 – 13.00 Line Barfod gestur Norræna félagsins og flokkahóps VSG í Norðurlandaráði heldurfyrirlestur um “Menneskehandel” mansal og þrælahald. Rætt er um nauðsyn ánorrænni og alþjóðlegri samvinnu til að stöðva þrælasölu nútímans sem hefuraukist hratt síðustu ár. Fyrirlesturinn er á dönsku. Line Barfod starfar nú og vann einnig fyrr ...
Lesa »Qaqartoq
Fótbolti í gangi á gervigrasvellinum í Qaqartoq sem skartar sínu fegursta. Af Greenland Today. Mynd: Gert Hansen
Lesa »Við skólaslit
Glæileg ungmenni, prúðbúin og stolt, við skólaslit í Sisimiut. Af Greenland Today. Mynd: Anita Höegh.
Lesa »Jónsmessugleði
Frá Norræna félaginu: Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Árbæjarsafn efna til Jónsmessugleði á Jónsmessunni sunnudagskvöldið 24. júní í Árbæjarsafni. Jónsmessugleðin verður með norrænu yfirbragði. Allir sem þess eiga kost eru beðnir að koma í þjóðbúningum. Félögum úr Dansk-íslenska félaginu, Færeyingafélaginu í Reykjavík, Nordmannslaget, Sænsk-íslenska félaginu, Suomi-félaginu og Grænlenska félaginu hefur verið boðin þátttaka og vonast ...
Lesa »Haldið upp á daginn í Nuuk
Þjóðhátíðardeginum var fagnað í höfuðstaðnum. Fjölmenn skrúðganga fór um götur Nuuk í morgunsárið og hefðbundin athöfn, fáninn dreginn að húni, ræðuhöld, morgunverður og söngur. Það er ekki að ástæðulausu sem Grænlendingar völdu lengsta dag ársins sem sinn þjóðhátiðardag! Listasöfn og samkomustaðir opnir fram á kvöld og gleðin við völd. Myndirnar tók Leiff Josefsen
Lesa »Þjóðhátíðardagur Grænlendinga
Þjóðhátíðardagurinn er gjöf forfeðra okkar sem við sýnum virðingu, eru skilaboðin frá Narsaq Stóri dagurinn hófst með fánaskrúðgöngu klukkan hálfátta í morgun. Síðan var fáninn dreginn að húni klukkan átta undir kórsöng og varaborgarstjóri Kujalleq bæjarfélagsins, Kiista P. Isaksen, hélt ræðu. Þar talaði hún m.a. um að þjóðhátíðardagurinn væri arfur frá forfeðrunum sem sýnd skyldi fyllsta virðing auk þess ...
Lesa »Glæný bók
Ný bók um dýralíf á Grænlandi Frá Gyldendal útgáfunni er komin út áhugaverð bók um dýralíf á Grænlandi, skrifuð og uppsett af Mogens Trolle og með frábærum myndum Uri Golman. “Við viljum koma fram upplifunum og erum ekkert að fjalla um allt sem hægt er varðandi dýrin, en einblínum á áhugaverðustu staðreyndirnar um þau” segir Trolle. Bókin fjallar um 77 ...
Lesa »