Frá Norræna félaginu:
Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Heimilisiðnaðarfélag
Íslands og Árbæjarsafn efna til Jónsmessugleði á Jónsmessunni
sunnudagskvöldið 24. júní í Árbæjarsafni. Jónsmessugleðin verður með
norrænu yfirbragði. Allir sem þess eiga kost eru beðnir að koma í
þjóðbúningum. Félögum úr Dansk-íslenska félaginu, Færeyingafélaginu í
Reykjavík, Nordmannslaget, Sænsk-íslenska félaginu, Suomi-félaginu og
Grænlenska félaginu hefur verið boðin þátttaka og vonast er til að
margir þeirra geti mætt í þjóðbúningum síns lands eða héraðs.
Meðal dagskrárliða eru dans, harmonikkuleikur, fjöldasöngur og
gönguferð. Nánar má lesa sér til um dagskrána á heimasíðu Félags eldri
borgara, www.feb.is.