Ekki missa af þessu

Frá Norræna félaginu

NORRÆN ÁHRIF Í ÍSLENSKRI BYGGINGARLIST

Hjörleifur Stefánsson arkitekt heldur erindið  ,,Norræn áhrif í íslenskri
byggingarlist á fyrri öldum” í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands
miðvikudaginn 16. janúar, kl. 12.05. Hér er eftir miklu að slægjast fyrir
áhugafólk um íslenska byggingarlistasögu enda er Hjörleifur þekktur fyrir
rannsóknir sínar og skrif á því sviði.

Erindið er hluti af fyrirlestrarröð sem Norræna félagið heldur í samvinnu við
Þjóðminjasafn Íslands sem spannar allt árið og nefnist Hinar ýmsu hliðar
norræns samstarfs.

Norræna félagið á Íslandi leit dagsins ljós árið 1922 og var því 90 ára á árinu
2012. Fyrirlestarröðin er hluti af afmælisdagskrá félagsins. Aðgangur er
ókeypis og allir velkomnir.

SÆNSK-ÍSLENSKIR STYRKIR

Umsóknarfrestur um styrki frá Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum rennur út 1.
febrúar nk. Póstsstimpill gildir. Þeir sem hyggja á sænskt samstarf á komandi
mánuðum eru hvattir til að búa sig nú þegar undir umsóknarskil. Frekari
upplýsingar um sjóðinn má finna á www.nordiskafonder.se.

UMSÓKNARTÍMABIL NORDJOBB ER HAFIÐ

Nordjobb miðlar sumarvinnu, húsnæði og tómstundadagskrá á Norðurlöndunum til
ungmenna á aldrinum 18-28 ára.

Sótt er um á heimasíðunni www.nordjobb.org

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu                                                                         

Sendið fréttir og tillögur til Norræna félagsins á norden@norden.is                                                                               

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...