Ekki missa af þessu

Fréttir frá Norræna félaginu

Frá Norræna félaginu:
Dönskuklúbbur Norræna félagsins er aftur að fara af stað. Auk þess er bæði
finnsk og norsk sögustund í Norræna húsinu á morgun, laugardag.

DÖNSKUKLÚBBUR

Dönskuklúbbur Norræna félagsins er ætlaður börnum á aldrinum 6 – 10 ára sem
vilja viðhalda kunnáttu sinni í danskri tungu. Boðið verður upp á þjálfun í
tungumálinu gegnum leiki, þrautir, lestur og spjall auk þess sem áhersla verður
lögð á að kynna danskar barnabækur og aðra barnamenningu. Leiðbeinandi í
dönskuklúbbnum er Guðbjörg Friðriksdóttir sem er nýflutt til landsins eftir að
hafa búið í Danmörku um árabil.

Dönskuklúbburinn hittist á laugardögum kl. 11:00-12:30 frá 21. apríl til 19.
maí í Norræna félaginu að Óðinsgötu 7 í Reykjavík.
Dönskuklúbburinn er ætlaður börnum sem búið hafa í Danmörku eða eiga danska
fjölskyldu. Nauðsynlegt er að skrá sig í klúbbinn!

Klúbburinn er ætlaður börnum félagsmanna og er þeim að kostnaðarlausu.

ATH! Auðvelt er að gerast félagi í Norræna félaginu. Félagsaðild kostar aðeins
2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir 18-27 ára og 67 ára og eldri.

FINNSK SÖGUSTUND FYRIR BÖRN

Bókasafn Norræna hússins býður finnskumælandi börnum og fjölskyldum þeirra í
sögustund laugardaginn 14. apríl kl. 11.  Lesið fyrir börnin og kaffi á
könnunni fyrir fullorðna. Allir velkomnir til að spjalla saman á finnsku!

Næsta sögustund verður laugardaginn 5. maí kl. 11

“Suomalainen satutunti
Pohjolan talon kirjasto järjestää suomenkielisille lapsiperheille tarinatuokion
lauantaina 14. huhtikuuta klo 11. Luemme lapsille suomenkielisiä kirjoja ja
tarjoamme vanhemmille kahvit.
Tervetuloa mukaan!
Tarinatuokio järjestetään kevään aikana lisäksi lauantaina 5. toukokuuta klo
11.”

NORSK SÖGUSTUND FYRIR BÖRN

Sögustund á norsku fyrir börn laugardaginn 14. apríl kl. 14 í bókasafni Norræna
hússins.  Lesið, sungið og spjallað saman á norsku. Í þetta skiptið ætlum við
að leggja áherslu á vorið og að undirbúa fyrir 17. maí. Sögustundin er fyrir
alla krakka sem tala og skilja norsku og foreldra þeirra.
Matja Steen sér
um sögustundina.

Norsk barnegruppe
Velkommen til norsk barnegruppe lørdag 14. april kl. 14 i Nordens Hus.
Vi leser, synger og snakker sammen på norsk. Denne gangen skal vi ønske våren
velkommen og forberede oss for 17. mai. Alle barn som snakker eller skjønner
norsk er velkomne med sine foreldre. Matja Steen er leder.

Skrifstofa Norræna félagsins er að Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík, sími 5510165, bréfsími 5628296, netfang norden@norden.is, vefslóð www.norden.is
Velkomin í spjall og kaffi!

Norræna upplýsingaskrifstofan er að Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, sími 4627000, netfang mariajons@akureyri.is, netslóð www.akmennt.is/nu

Umræður

ummæli

Um KALAK

KALAK -- Vinafélag Íslands og Grænlands   Pósthólf 8164 128 Reykjavík Netfang: kalak@kalak.is   Upplýsingar um starf KALAK: Stefán Herbertsson formaður, sími 898 6311, og Hrafn Jökulsson stjórnarmaður í KALAK, sími 763 1797   Viltu styðja starf KALAK? Bankareikningur: 0322-26-2082 Kennitala: 430394-2239
x

Við mælum með

Upplýsingafundur

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í ...